fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Óttast mikil áhrif verkfalls á ferðaþjónustuna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 09:00

Húsnæði Eflingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að gríðarlega alvarleg staða sé í uppsiglingu varðandi yfirvofandi verkfall Eflingar. Hann segir að verkfall muni þýða skelfilega stöðu fyrir ferðaþjónustufyrirtæki.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Jóhannesi að Eflingarfólk hljóti að hugsa sig tvisvar um áður en það greiði atkvæði með verkfalli og kasti milljarðakjarabótum frá sér afturvirkt.

Stefán Ólafsson, starfsmaður Eflingar og fyrrum félagsfræðiprófessor, sagði að ef til verkfalls komi verði það alfarið löglegt. „Það er enginn að hugsa um allsherjarverkfall núna en það þarf ekki alltaf marga starfsmenn sem leggja niður vinnu til að áhrifin í samfélaginu geti orðið mjög mikil,“ sagði hann.

Eflingarfólk vinnur meðal annars við ræstingar, akstur af ýmsu tagi og uppskipun. Verkfall þess gæti einnig haft áhrif á olíuflutninga.

Jóhannes sagði að ferðaþjónustufyrirtækin séu nýkomin út úr heimsfaraldrinum sem hafi valdið þeim miklu tekjutap og eigið fé þeirra hafi brunnið upp. Verkföll munu að hans sögn ekki aðeins reynast ferðaþjónustufyrirtækjum dýr, heldur mun allt samfélagið verða fyrir gríðarlegu tjóni.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“