fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Á þriðja tug látnir – „Dularfullur morðfaraldur“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. janúar 2023 05:40

Er hann dauðvona? Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrap út um sjúkrahúsglugga, hjartaáfall, hrap niður fjallshlíð, hrap niður stiga og sjálfsvíg. Þetta eru bara nokkrar af þeim dánarorsökum sem hafa verið gefnar upp fyrir rúmlega 20 rússneska olígarka sem hafa látist síðasta árið. Við þetta má bæta dauðsföllum háttsettra herforingja.

Flestir olígarkanna lifðu í velmegun og voru með gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu  og lífvörslu. Þetta eykur einmitt á undrun margra á af hverju þeir dóu við dularfullar kringumstæður.

Margir hinna látnu tengdust Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, eða innsta hring hans og sumir höfðu starfað í Kreml. Sumir höfðu verið gagnrýnir á innrásina í Úkraínu.

„Eitt dauðsfall öðru hvoru á þessu stigi samfélagsins er kannski ekki svo undarlegt en þegar þau eru mörg, þá byrjar þetta að lykta undarlega. Þetta er dularfullt. Þetta eru milljarðamæringar og þeir eru með lífverði og aðra sem gæta þeirra,“ sagði Jørn Holm-Hansen, sérfræðingur í málefnum Rússlands, í samtali við Dagbladet.

Margir telja að dauðsföllin megi rekja til fyrirmæla frá Pútín og hans fólki um að viðkomandi skyldu myrtir. Einn þeirra er Bill Browder sem var árum saman meðal stærstu erlendu fjárfestanna í Rússlandi. Hann telur að Kremlverjar tengist mörgum af þessum dauðsföllum.

„Þegar fólk í sama bransa deyr svona, þá líkist það að mínu mati, því sem ég vil kalla dularfullan morðfaraldur,“ sagði hann í samtali við ABC News.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum