fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

„Hvernig líður litlu barni sem þetta er gert við?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. september 2022 15:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Pálsdóttir lögmaður skrifaði í gær harðorða grein þar sem hún segir pyntingar, ómannúðlega og vanvirðandi meðferð ríkja innan barnaverndarkerfis landsins. 

Foreldrar sem hafi stundum ekkert annað af sér gert en að glíma við fíknisjúkdóm séu sviptir börnum sínum og ekki nóg með það heldur er öll stórfjölskyldan svipt börnunum sömuleiðis, skorið á nánast öll tengsl og barn rifið upp með rótum og plantað í algjörlega ókunnugt og framandi umhverfi með fósturfjölskyldu.

Þegar foreldri hafi svo tekist á við sjúkdóm sinn og snúið við blaðinu séu skilaboðin hreinlega – það er orðið of seint.

Friðhelgi fjölskyldunnar að vettugi virt

Sara segir þetta ganga í berhögg við alþjóðlega sáttmála sem kveði á um að allt eigi að vera til gert til að halda fjölskyldum saman eða til að sameina fjölskyldur. Friðhelgi fjölskyldunnar sé ekki virt af barnavernd hér á landi og í meðför slíkra mála séu foreldrar, börn og stórfjölskyldan beitt pyntingum, ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð.

„Ef þú hélst að pyntingar væru eitthvað sem var eingöngu stundað á miðöldum eða í fangelsum í miðausturlöndum þá skjátlast þér hrapallega, því miður,“ skrifar Sara í pistli sínum. Hún rekur að undir bann alþjóðasáttmála við pyntingum og þvílíku falli einnig svo kallað falið form „pyntinga og ómannúðlegrar meðferðar, þ.e. nauðungar sem veldur alvarlegum sársauka eða þjáningu þess sem fyrir því verður.“

Vistuð hjá ókunnugum frekar en hjá ömmu og afa

Sara skrifar:

„Barnavernd á Íslandi telur sig engar skyldur bera til að leitast eftir því að vista barn innan stórfjölskyldunnar. Þvert á móti, hefur framkvæmdin iðulega verið þannig, að barnavernd reynir eftir fremsta megni að vista barn utan stórfjölskyldu, hjá algerlega ótengdum, bláókunnugum fósturforeldrum.“

Sara mætti einnig í Bítið á Bylgjunni í morgun og þar tók hún fram að fósturforeldrar séu oft fínasta fólk og ekkert út á þá að setja. Hins vegar sé það gífurlega íþyngjandi og ekki í samræmi við meðalhóf að rífa börnin upp með rótum þegar þeim gefst kostur á að vistast hjá ættingjum.

Slitið frá öllu sem það þekkti

Eins gæti barnaverndarnefnd þess ekki að barn geti ræktað tengsl við fjölskyldu sína eftir að því hefur verið komið í fóstur. Foreldar geti hitt barn sitt í skamma stund um tvisvar á ári – og þá undir ströng eftirliti, á meðan afar og ömmur eigi kannski í besta falli von á 20 mínútna símtali einu sinni á ári.

Barn sé slitið frá foreldrum, stórfjölskyldu, úr hverfinu sínu, frá vinum, frá leikskóla og jafnvel komið í fóstur á öðrum stað á landinu. Sara segir að svo þegar barn í framhaldi sýni merki um vanlíðan eftir þetta rask þá taki barnaverndarnefnd ekki mark á því heldur skrifi það á vanrækslu foreldra.

Sara segir í Bítínu að hún hafi unnið í málum þar sem foreldrar eru jafnvel metnir mjög hæfir uppalendur í góðum tengslum við börnin. Það eina sem sé upp á þau að klaga sé fíknisjúkdómur. Þá sé börnum komið fyrir í fóstri og þegar foreldri hafi snúið við blaðinu geti það engu síður aðeins hitt börnin í skamma stund fáum sinnum á ári.

Barnavernd fer ekki að lögum

„Barnavernd er ekki að fara að lögum,“ segir Sara í grein sinni. Í Bítinu segir hún að hún hafi reynt að óska eftir skýringum um það hvers vegna stórfjölskyldan fái ekki að taka við börnum þegar foreldri þarf að takast á við sjúkdóm sinn. Svörin hafi verið að barnaverndarnefnd líti svo á að hún hafi enga skyldu til að vista börn innan fjölskyldunnar.

Sara segir að barnavernd búi í raun til nýjar fjölskyldur með fósturforeldrunum og leggi svo mikið púður í að vernda þá fjölskyldueiningu, á kostnað blóðfjölskyldunnar, en tengsl barnsins við þá fjölskyldu séu rofin.

„Hvernig líður litlu barni sem þetta er gert við?“, spyr Sara. Hún nefnir dæmi um skjólstæðing hennar þar sem amma barnsins, frænkur, frændur og fleiri voru boðin og búin til að taka við barni. Svarið hafi alltaf verið nei. Amman hafi formlega farið fram á það – en verið synjað. Eins séu dæmi um að systkinahópum sé sundrað. Sara viti um dæmi þar sem tveir drengir úr fjögurra drengja hóp voru vistaðir utan heimilis og þeir hafi varla fengið að hitta hina bræður sína tvo nema um 2-3 sinnum síðustu þrjú árin.

„Við getum öll sett okkur í þessi spor og ímyndað okkur hvernig okkur myndi líða, hvernig börnunum okkar myndi líða ef það yrði komið svona fram við okkur.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum