fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Úkraínumenn yfirgefa hernumdu svæðin til að þurfa ekki að berjast fyrir Rússland

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. september 2022 06:32

Rússneskur hermaður í Kherson. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir Úkraínumenn reyna þessa dagana að komast frá þeim svæðum í Úkraínu sem eru á valdi Rússa. Leppstjórnirnar á þessum svæðum segja að íbúar þeirra hafi samþykkt með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu að óska eftir að svæðin verði innlimuð í Rússland.

Þegar það verður gert, sem verður væntanlega á næstu dögum, munu karlmenn, sem búa á þessum svæðum, verða skyldugir til að gegna herskyldu í rússneska hernum. Margir þeirra óttast einmitt að þeir verði neyddir til að berjast með Rússum gegn löndum sínum og reyna því að sleppa frá þessum svæðum.

BBC segir að í nokkrum bæjum í Kherson séu rússneskir hermenn byrjaðir að ganga hús úr húsi til að skrá niður nöfn karlmanna sem í þeim búa. Segja íbúarnir að hermennirnir hafi sagt karlmönnunum að vera undir það búnir að verða kallaðir til herþjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir