fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þórður Snær hefur afhent Blaðamannafélagi Íslands öll gögn um „Skæruliðadeild Samherja“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. september 2022 11:30

Samsett mynd - Þórður Snær og Samherji á Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson skrifar grein í Kjarnanum í dag „um rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fjórum blaðamönnum, umfjöllun fjölmiðla um hana, aðkomu stjórnmálamanna og það sem gögn málsins sýna að átt hafi sér stað.“

Þórður Snær er ritstjóri Kjarnans en hann skrifar greinina ekki sem slíkur né heldur sem blaðamaður „heldur yfir­lits- og skoð­ana­grein sem ég skrifa í eigin nafni“ en Þórður er einn þeirra fjögurra blaðamanna sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni vegna umfjöllunar um hina svokölluðu „Skæruliðadeild Samherja.“

Aðför Samherja að frjálsri fjölmiðlun

„Sam­hliða birt­ingu þess­arar greinar hef ég afhent Blaða­manna­fé­lagi Íslands öll gögn máls­ins, enda varðar það störf, starfs­að­stæður og frelsi allra blaða­manna. Það er gert svo fag­fé­lag stétt­ar­innar geti metið sjálf­stætt að hér sé ekk­ert slitið úr sam­hengi. Verði ákveðið að fara á eftir mér fyrir að deila þeim gögnum með fag­fé­lagi blaða­manna, þá verður ein­fald­lega að hafa það,“ skrifar hann.

Greinin er löng og ítarleg. Þar skrifar hann að sú aðför að frjálsri fjölmiðlun sem Samherji hefur staðið fyrir sé ekki réttarríki sæmandi.

„Um er að ræða aðför að fólki fyrir að vinna vinn­una sína eða nýta stjórn­­­ar­­skrár­varið tján­ing­­ar­frelsi sitt. Vegna þess varð fólk skot­­spónn ofsókna alþjóð­­legs stór­­fyr­ir­tækis og fót­­göng­u­liða þess, sem að upp­i­­­stöðu virð­ist vera fólk með afar lágan sið­­ferð­is­­þrösk­uld, enga virð­ingu fyrir sam­­fé­lags­sátt­­mál­­anum og litla mann­­lega reisn.

Vegferð til að skapa ótta hjá öðrum blaðamönnum

Umfjöllun okkar um hina svoköll­uðu „Skæru­liða­deild Sam­herja“ opin­ber­aði skýrt að stjórn­­end­­ur, starfs­­menn og ráð­gjafar Sam­herja voru saman í þess­­ari veg­­ferð við að skapa ótta hjá öðrum blaða­­mönn­um, og eftir atvikum öðru fólki með skoð­anir á sam­fé­lags­mál­u­m, ­sem settir voru í skot­línu „Skæru­liða­­deild­­ar­“ ­fyr­ir­tæk­is­ins svo þeir hræð­ist að fjalla um fyr­ir­tæk­ið. Allt er þetta gert eftir sam­­þykkt „mann­anna“, æðstu stjórn­­enda Sam­herja, og til að þókn­­ast þeim,“ segir Þórður Snær.

Þá gagnrýnir hann einnig sérstaklega þátt Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, í að gera störf blaðamanna tortryggileg, sem og Brynjar Níelsson, aðstoðarmann dómsmálaráðherra.

„Það sem er minnst sæm­andi rétt­ar­ríki aðkoma hátt­settra stjórn­mála­manna“

„En í mínum huga er það sem er minnst sæm­andi rétt­ar­ríki aðkoma hátt­settra stjórn­mála­manna að þess­ari veg­ferð. Með henni erum við komin á slóðir sem Ísland gefur sig ekki út fyrir að vera á. Þar er eitt að valda­mesti stjórn­mála­maður lands­ins legg­ist á voga­skál­arnar með þeim hætti sem hann gerði, og að aðstoð­ar­maður yfir­manns lög­gæslu­mála í land­inu hafi fylgt í kjöl­farið með blessun yfir­manns síns. En annað og þung­bær­ara er dug­leysi þeirra sem veita þeim vald. Áhrifa­fólk sem maður taldi að myndi standa upp fyrir lýð­ræð­inu og frjálsri fjöl­miðl­un, en hefur setið sem fast­ast.“

Hér má lesa greinina í heild sinni á vef Kjarnans en hún ber yfirskriftina „Sagan af manninum sem ekki var eitrað fyrir og blaðamönnum sem vildu valdið kæla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu