fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Umdeildur breskur samfélagsrýnir skrifar um Íslandsreisu sína – „Ef ég hefði þurft að dvelja þarna í nokkrar vikur í viðbót hefði ég orðið gjaldþrota“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 18:30

Toby Young

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn umdeildi breski fjölmiðlamaður og samfélagsrýnir Toby Young hefur undanfarnar vikur skrifað pistla á breska fjölmiðilinn The Spectator um Íslandsheimsókn sína með konu sinni og sonum sínum þremur. Ljóst er að Young var heilt yfir afar ánægður með ferðina þótt að hann hafi verið ósáttur með sumt, sér í lagi verðlag á Íslandi. Í fyrri pistli sínum fór hann meðal annars fögrum orðum um Sky Lagoon og þá sérstaklega af því að það var fullt af „íslenskum gyðjum.“

Young hefur um árabil komið að rekstri fjölmiðla og skrifað pistla í fjölda þeirra. Hann skrifaði bókina „How to Lose Friends & Alienate People“ árið 2001 og hefur lent í ófáum hneykslismálum fyrir hispursleysi sitt og groddaralegan húmor.

Rétt slapp af landi brott

Nýjasti pistill Young um Íslandsreisuna birtist í dag en hann byrjar á því að Young færir aðeins í stílinn og segist hafa sloppið naumlega af landi brott vegna væntanlegra eldsumbrota nærri flugvellinum og vísar í Eyjafjallajökulsgosið árið 2011 því til staðfestingar sem hafi stöðvað alla flugumferð.

„En það eru verri staðir til að vera fastur á. Landslagið er stórfenglegt, fólkið er sjarmerandi og vatnið í krananum er betra en nokkur vatn sem fæst á flöskum,“ skrifar Young. Hann var þó enginn aðdáandi af íslensku verðlagi og telur upp hvað kúla af ís, steikur og bjór kosta á veitingastöðum. „Þetta er dýrasta land sem ég hef heimsótt. Það er sjúkur brandari að landið deili nafnið með breskri lágverðsverslun [Iceland],“ skrifar Young.

Hann segist hafa ætlað að ferðast til Mexíkó í sumarfríinu en þar sem flugið þangað var afar dýrt hafi hann talið að hagstæðara væri að fara í frí til Íslands, sérstaklega vegna þess að íslenskur vinur hans hafi ákveðið að lána honum jeppann sinn til þess að bruna um landið. „Þrátt fyrir það kostaði ferðin okkur um 1,7 milljónir króna (10 þúsund pund). Ef ég hefði þurft að dvelja þarna í nokkrar vikur í viðbót hefði ég orðið gjaldþrota,“ segir fjölmiðlamaðurinn.

Besti matur sem hann hefur borðað

Hann gerir svo jarðhræringarnar af umtalsefni og að viðvaranir um þær frá íslenskum vini hafi byggt upp mikla eftirvæntingu hjá sonum hans. Fjölskyldan hafi heimsótt Þingvelli þennan dag og grínast hann með að synir hans hafi búist við Hollywood-jarðskjálftum þar sem jörðin myndi brotna upp og einhverskonar hyldýpi opnast sem öskrandi fólk myndi falla ofan í. Drengirnir hafi þó orðið fyrir vonbrigðum því allt var með kyrrum kjörum þrátt fyrir að stór jarðskjálfti hafi riðið yfir á meðan heimsókninni stóð. Þau hafi aðeins upplifað einn skjálfta á hótelinu sínu og hann hafi ekki verið ógnvekjandi.

Í lok greinarinnar segir Young að Ísland hafi ekki valdið sér vonbrigðum og ráðleggur öllum, sem ráð hafi á því, að  sækja landið heim. Telur hann ógjörning að sleppa með minna en um 350 þúsund krónur á haus.  Hann nefnir sérstaklega hvað fámennið sé heillandi og þá hafi hápunktur ferðarinnar verið „Víkinga sushi“ – bátsferð þar sem að hörpuskeljar og ígulker voru veidd upp af sjávarbotni og borðuð um borð í bátnum. „Ég held að þetta sé það besta sem ég hef borðað,“ skrifar Young.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Í gær

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk