fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
Fréttir

Dóra varar við netsvindlaranum Hlébarða-Dóru – „Fyrirframgreidd kort eru eina vitið“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 18:00

Dóra Einarsdóttir varar við Hlébarða-Dóru á Facebook. Það er eldri reikningur í hennar eigu sem svindlarar hafa yfirtekið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóra Einarsdóttir, búningahönnuður, varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að lenda í netsvindlurum fyrir tæpum tveimur mánuðum og hafa þeir síðan herjað á vini hennar og tengslanet.

Svindlararnir  komust yfir tölvupóst hennar og helstu samfélagsmiðla. Morgunblaðið greindi frá málinu í júnílok en svindlið var á þá leið að Dóra fékk skilaboð á Facebook frá vinkonu sinni, Brynju Baldursdóttur, mynd­lista­konu og hönnuði, þar sem beðið var um símanúmerið hennar. Dóra sendi númerið um hæl en vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún fór að fá allskyns skilaboð í símann, frá aðila sem þóttist vera Brynja, þar sem hún var hvött til þess að taka þátt í leikjum og skrá inn kreditakortanúmerið sitt. Skilaboðin eru á lýtalausri íslensku og ekki sjálfvirk heldur er brugðist við mismunandi svörum með sannfærandi hætti. Að lokum fékk hún mynd af framhlið og bakhlið kreditkorts Brynju en þá hafi fokið í hana.

Brást hratt við svindlurunum

Hið sanna kom í ljós þegar Dóra hringdi í Brynju til þess að komast að því hvað gengi á. Hún segist blessunarlega hafa ekki gefið upp kreditkortanúmerið sitt en einhvern veginn tókst netsvindlurnum að komast yfir lykilorð hennar á Facebook og Gmail-aðgangi hennar.

„Ég veitti því eftirtekt að búið var að breyta um tölvupóstfangið sem var skráð sem eigandi Facebook-síðunnar minnar og þá vissi ég að þeir voru búnir að brjótast inn,“ segir Dóra en fljótlega kom í ljós að hakkarnir höfðu komist yfir tölvupóstinn hennar og að auki gert ítrekaðar tilraunir til þess að gjaldfæra greiðslur á kreditkortið hennar. Allt í kjölfar einfaldra samskipta í gegnum síma hennar.

Hún segist hafa strax gripið til aðgerða og freistað þess að endurheimta reikninga sína og haft í kjölfarið samband við Facebook, lögreglu og látið fréttastofur vita af þessum svindli. Henni tókst að endurheimta Gmail-aðganginn sinn auk þess sem fagmenn Símans hafi veitt henni frábæra þjónustu við að yfirfara allan búnað heima hjá henni og bæta úr ýmsum öryggismálum eins og lykilorðum.

Svakaleg reynsla

Síðan eru liðnir tveir mánuðir Dóra er búinn að stofna nýjan Facebook-aðgang en sá gamli, sem er með mynd af henni með hlébarðahúfu, heldur áfram að áreita vini hennar með því að senda þeim skilaboð og reyna að veiða upp úr þeim símanúmer og síðar kreditkortanúmer.

„Það er alveg svakalegt að lenda í þessu. Ég er sem betur fer hörð af mér en það er ekkert gaman að vita af því að verið sé að áreita vini manns með þessum hætti, og nota nafn manns í svona svikastarfsemi“ segir Dóra. Hún segir að áreitið sé með hléum en síðasta bylgja reið yfir í vikunni. Dóra er vinamörg og segist hafa fengið vel yfir 100 símtöl síðustu daga frá vinum og kunningjum sem hafi fengið skilaboð frá Hlébarða-Dóru og ekki vitað hvaðan á sig stóð veðrið.

„Þetta gekk meira að segja svo langt að eldri kona sem hafði aðeins verið í sambandi við mig símleiðis og er ekki með neina samfélagsmiðla fékk sms-skilaboð sem áttu að vera frá mér. Það er ráðgáta hvernig þeir fara að þessu en þetta er greinilega háþróað svindl og miðað við samskiptin er eins og Íslendingar séu að aðstoða við þetta,“ segir Dóra.

Mælir með fyrirframgreiddum kortum

Hún segist blessunarlega hafa ekki orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna málsins en auðvitað sé undirliggjandi ótta að einhverjir tengdir henni hafi orðið fyrir barðinu á svindlurunum. Hún varar því við Hlébarða-Dóru, eins og hún kallar hana, á samfélagsmiðlum og segir mikilvægt að fólk fari að öllu með gát í rafrænum samskiptum.

„Ég fékk mikilvægt heilræði sem var á þá leið að ég ætti að varast að gefa upp kreditkortanúmer með hárri heimild til að greiða fyrir vörur og þjónustu á netinu, þá sérstaklega þessar minni áskriftir sem margir eru með. Maður veit ekki hvort þessar viðkvæmu upplýsingar séu öruggar og því er mun skynsamlegra að fá sér sérstakt fyrirfram greitt kort til að sjá um slíkar greiðslur. Þá takmarkast tjónið verulega ef númerið kemst í hendur óprúttinna aðila. Fyrirframgreidd kort eru eina vitið,“ segir Dóra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Norðmenn kalla mörg þúsund heimavarnarliða til starfa

Norðmenn kalla mörg þúsund heimavarnarliða til starfa
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Nemandi í MH: „Ég vil ekki fokking nauðgara í skólanum mínum“

Nemandi í MH: „Ég vil ekki fokking nauðgara í skólanum mínum“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Nafn hins látna í harmleiknum í Ólafsfirði

Nafn hins látna í harmleiknum í Ólafsfirði
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Öflug sókn úkraínska hersins í suðri – Sækir fram á tvennum vígstöðvum

Öflug sókn úkraínska hersins í suðri – Sækir fram á tvennum vígstöðvum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Bretar munu styðja Úkraínu þar til sigur hefur unnist á Rússum

Bretar munu styðja Úkraínu þar til sigur hefur unnist á Rússum
Fréttir
Í gær

Guðrún Óla nýr ritstjóri Vikunnar

Guðrún Óla nýr ritstjóri Vikunnar
Fréttir
Í gær

Ástralar með nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi

Ástralar með nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi