fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Kærður fyrir að mynda umferðarslys í Kollafirði

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 1. ágúst 2022 08:23

Frá Kollafirði Mynd/LRH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður var í gær kærður fyrir að taka upp myndskeið á símann sinn þegar hann ók í gegn um vettvang umferðarslyss í Kollaforði. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Í færslunni kemur fram að bifreið með bátakerru í eftirdragi hafi verið á leiðinni suður Vesturlandsveg í Kollafirði. Annar hjólbarði kerrunnar losnaði þá með þeim afleiðingum að dekkið þeyttist yfir á öfugan vegarhelming og lenti á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Í kjölfarið lentu fjórar bifreiðar saman. Lögreglan stýrði umferð í gegnum vettvanginn næstu tvær klukkustundirnar og var myndasmiðurinn stöðvaður í því eftirliti.

Þrír aðilar voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar, tveir með minniháttar áverka en enn er verið að skoða ástandið á hinum þriðja.

Þá varð umferðarslys á Vesturlandsvegi rétt fyrir kl.19.00 í gær en þá flúði ökumaður bifreiðar af vettvangi eftir að hafa lent í árekstri við aðra bifreið. Ekki urðu meiðsli á fólki en eignatjón varð. Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar málsins en þeir eru grunaðir um að hafa ekið bifreiðinni sem ekið var á brott. Báðir aðilarnir eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna en annar reyndist þessu til viðbótar vera undir áhrifum áfengis.

Aðeins einn djammari í fangaklefa

Í dagbók lögreglunnar kemur enn fremur upp að rólegt hafi verið í miðborginni í tengslum við skemmtanalífið og fá mál komið upp. Af fimm sem gista fangageymslur nú í morgunsárið tengist aðeins einn skemmtanalífinu.

Kona var handtekinn á heimili sínu í höfuðborginni eftir að hafa beitt heimilisfólk sitt ofbeldi. Konan, sem var undir miklum áhrifum áfengis, lét ekki þar við sitja heldur réðst einnig með ofbeldi að lögreglumanni. Hún gistir nú fangageymslur og verður yfirheyrð í dag.

Þá var var kvenmaður á áttræðisaldri handtekinn vegna gruns um að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis í miðborg Reykjavíkur. Í bifreiðinni var ólögráða einstaklingur en aðstandendum þess og barnavernd var tilkynnt um málið. Hin handtekna laus að sýnatöku lokinni og nú er beðið niðurstöðu frá rannsóknarstofunni.

Handtekinn en var vopnaður leikfangi

Rétt eftir kl.22 var bifreið stöðvuð við staðbundið umferðareftirlit í miðborginni. Í bifreiðinni reyndust vera sex einstaklingar þar af tvö börn sem voru rúmlega ársgömul. Annað barnið var ekki í barnabílstól en það sat í kjöltu fullorðins einstaklings. Ökumaður mun hljóta sekt vegna brotsins. Barnavernd var líka tilkynnt um atvikið. Lögreglan hvetur alla að nota viðurkenndan búnað þegar börn eru í ökutækjum og það þarf ekki að hugsa langt til að átta sig á því hvað getur gerst ef óhapp eða slys verður.

Þá kom upp íkveikja í gangi húss á Hverfisgötunni rétt fyrir kl.1 í nótt. Lögreglumenn slökktu eldinn sem reyndist minniháttar. Brotist hafði verið inn í íbúð og munum stolið og þjófurinn svo kveikt í að skilnaði.

Annað innbrot átti sér stað í Grundarhvarfi í Kópavogi en þar hafði karlmaður líka framið eignaspjöll og veist að húsráðanda. Karlmaðurinn handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu. Karlmaðurinn er grunaður um innbrot og íkveikju (kl.00:40) og það er til skoðunar um hvort það verði farið fram á gæsluvarðhald að yfirheyrslum loknum síðar í dag.

Þá var karlmaður á 18. aldursári var handtekinn og færður á næstu lögreglustöð til viðtals eftir tilkynningu um að hann væri vopnaður skammbyssu. Barnavernd og foreldrum gert viðvart. Við skoðun kom í ljós að skammbyssan var leikfang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“