fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Brjálaður út í spilakassa í miðborginni og hótaði starfsfólki

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 06:45

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 1:18 í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um viðskiptavin veitingastaðar sem sem hótaði starfsfólki og neitaði að yfirgefa veitingastaðinn. Þegar lögregla kom á vettvang var nokkuð ljóst að viðkomandi hafði innbyrt talsvert magn af áfengi og sérlega ósáttur út í spilakassa sem átti að hafa haft af honum talsverða fjármuni. Lögregla ræddi við viðkomandi á vettvangi og honum vísað út af veitingastaðnum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en fjölmörg önnur verkefni komu upp hjá laganna vörðum. Meðal annars var ökumaður bifreiðar stöðvaður eftir hraðamælingu og var þá á 170/80 km/klst . Ökumaður taldi sig vera á 130 km/klst og viðurkenndi síðan neyslu kannabis fyrr um kvöldið. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Þar afhenti maðurinn  ökuskírteini og var hann sviptur ökurétti til bráðabirgða.

Þá hafði lögreglan afskipti af verktaka sem var í miklum framkvæmdum um kl.1 í nótt í austurborginni. Eftir tiltal hét hann því að vera ekki með slíkan hávaða aftur.

Einnig var tilkynnt um aðila sem var borinn út af veitingastað af fjórum aðilum þar sem hann stóð ekki í fæturna sökum ölvunar. Er lögregla kom á vettang kom viðkomandi ekki upp orði og átti erfitt með að sitja óstuddur. Aðilinn fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu og hann vistaður sökum ástands enda með öllu ósjálfbjarga að mati lögreglumanna sem sinna útkalli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri