fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Segir að Kína sé sofandi hundur sem Vesturlönd geti vakið og sigað á Rússland

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. júlí 2022 08:00

Pútín og Xi Jinping. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verður 21. öldin, öld Kína? Það er ekki öruggt en það er algjörlega öruggt að Rússland er tapari aldarinnar. Rússland mun hnigna, verða ófært um að nýta náttúruauðlindir sínar á áhrifaríkan hátt, veikist þar af leiðandi en getur eyðilagt en ekki sigrað minna evrópskt nágrannaríki.

Svona hefst grein eftir Per Nyholm, fyrrum blaðamann hjá Jótlandspóstinum, í Jótlandspóstinum í gær.

Hann segir að heimurinn sé að breytast, valdajafnvægið færist til. Misheppnaður stríðsrekstur Rússa í Afganistan, Norður-Afríku og Miðausturlöndum og nú Úkraínu, svo ekki sé talað um brotthvarf þeirra frá Austur-Evrópu eftir 1989, tali sínu máli um að Rússar ráði hvorki yfir efnislegum né vitsmunalegum kröftum sem geri ríki að stórveldi.

Hann segir einnig að Rússland færist sífellt nær náttúruhamförum. Sífrerinn sé að bráðna. Bæir, vegir, járnbrautarteinar, olíuleiðslur og aðrir mikilvægir innviðir á heimskautasvæðinu muni hverfa í botnlausa for.

„Það berst hávaði frá stríðinu í Úkraínu en takið eftir hundinum sem lætur sem hann sofi. Kína hefur svo hljótt að það hlýtur að valda áhyggjum í Moskvu og áhuga á Vesturlöndum. Xi Jinping, einræðisherra í Kína, segir Pútín vin sinn en það er Pútín sem fer til Peking, ekki Xi til Moskvu. Pútín er umsækjandinn, Xi er glottandi leiðtogi. Nýlega funduðu Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, í fimm klukkustundir. Fimm klukkustundir! Það væri gaman að vita hvað var rætt,“ segir hann.

Hann segir að Kína sé byggt á 4.000 ára hefð. Kínverjar líti á Rússa sem uppskafninga, sléttufólk, sem hafi sameinast í eitt villimannsríki á þrettándu öld og hafi 700 árum síðar, í samvinnu við Bretland, Frakkland og Japan, þvingað veikburða Quingkeisara til þess sem Kínverjar kalla „ójafna samninga“. Nú séu Bretar, Frakkar og Japanar löngu farnir en Rússar hafi aldrei skilað því aftur sem þeir tóku úr kínverska þrotabúinu, um 600.000 ferkílómetra lands í Síberíu og það sem nú er austasti hluti Rússlands.

Hann veltir síðan fyrir sér hvort Blinken og Wang Yi hafi hugsanlega rætt viðkvæmt mál. Það er að borgin Vladivostok, þar sem 600.000 manns búa og Kyrrahafsfloti Rússa hefur bækistöð, hafi verið kínversk og heitið Hsishenwai fyrir tæpum 200 árum. Hann segir að ónefndar kröfur Kínverja um yfirráð yfir Vladivostok, Ytri-Mongólíu og austursvæðum Rússlands séu ekki síðri, hugsanlega betri, en kröfur Rússlands Pútíns um yfirráð yfir Úkraínu, Póllandi, Eystrasaltsríkjunum og öðrum löndum sem Sovétmenn réðu áður.

„Hlutverk Kína í Úkraínustríðinu er að vera sofandi hundur. Kannski ætti Washington að segja Xi forseta að ef hann gjammi minna að Taívan og meira að Rússlandi geti hann fengið verðlaun,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sambúðarslit drógu dilk á eftir sér – Lögmenn miðluðu bankaupplýsingum í heimildarleysi

Sambúðarslit drógu dilk á eftir sér – Lögmenn miðluðu bankaupplýsingum í heimildarleysi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Bubbi horfði á viðtal við Hallgrím og sá að hann væri í vandræðum – „Ég hef aldrei hitt Bubba áður“

Bubbi horfði á viðtal við Hallgrím og sá að hann væri í vandræðum – „Ég hef aldrei hitt Bubba áður“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjórir handteknir eftir að busavígsla fór úr böndunum – Beittu vatnspyndingum og hýddu bert skinn með belti

Fjórir handteknir eftir að busavígsla fór úr böndunum – Beittu vatnspyndingum og hýddu bert skinn með belti
Fréttir
Í gær

Selfyssingur á sjötugsaldri klæmdist við stúlku sem hann hélt að væri 13 ára – „Stingdu titraranum í þig“

Selfyssingur á sjötugsaldri klæmdist við stúlku sem hann hélt að væri 13 ára – „Stingdu titraranum í þig“
Fréttir
Í gær

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“
Fréttir
Í gær

Trump segir Maduro og eiginkonu hans að yfirgefa Venesúela strax

Trump segir Maduro og eiginkonu hans að yfirgefa Venesúela strax
Fréttir
Í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Í gær

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna