fbpx
Þriðjudagur 09.ágúst 2022
Fréttir

Aaron Ísak í mál gegn DV

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 27. júní 2022 13:00

Aaron Ísak á sviði Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2019. - Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Aaron Ísak, sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrot gegn 12 ára drengjum í marsmánuði síðastliðnum, hefur stefnt DV fyrir fréttaflutning af málinu.

Stefnunni er beint gegn Ágústi Borgþóri Sverrissyni blaðamanni sem skrifaði fréttirnar af málum Aarons, og Torgi ehf, útgefanda DV.

Í stefnunni, sem rituð er af Ómari Erni Bjarnþórssyni hæstaréttarlögmanni, er DV sakað um ærumeiðingar og friðarbrot. Er á það bent að lokað þinghald hafi verið í málinu og virðist það túlkun Aarons og lögmanns hans, Ómars, að fréttaflutningur af því hafi þar með verið óheimill. Dómar í málum í lokuðu þinghaldi eru þó iðulega birtir og gerðir að fréttaefni auk þess sem fjölmiðlar fá afhentar ákærur í slíkum málum ef um þær er beðið eftir lögformlegum leiðum.

Einnig er krafist ómerkingar á ýmsum málsgreinum í frétt DV um dóminn yfir Aaroni á þeim forsendum að Aaron hafi ekki verið sakfelldur fyrir þau brot sem þar eru tilgreind. Í fréttum DV af málinu var jöfnum höndum sagt frá ásökunum vitna á hendur söngvaranum, ákæruatriðum og sakfellingu.

Einnig er stefnt vegna þess að DV hafi greint frá viðkvæmum heilsufarsupplýsingum um Aaron. DV birti slíkar upplýsingar eins og þær komu fyrir í dómnum enda eru þær til þess fallnar að varpa að einhverju leyti ljósi á framferði Aarons Ísaks sem hann var sakfelldur fyrir.

Mál Aaron Ísaks gegn DV verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 30. júní næstkomandi. Aaron Ísak gerir kröfu um að þinghald í málinu gegn DV verði lokað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur breskur samfélagsrýnir skrifar um Íslandsreisu sína – „Ef ég hefði þurft að dvelja þarna í nokkrar vikur í viðbót hefði ég orðið gjaldþrota“

Umdeildur breskur samfélagsrýnir skrifar um Íslandsreisu sína – „Ef ég hefði þurft að dvelja þarna í nokkrar vikur í viðbót hefði ég orðið gjaldþrota“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpskonan Lóa Pind ósátt – Skrapp að kíkja á eldgosið og fékk háa rukkun í heimabankann

Sjónvarpskonan Lóa Pind ósátt – Skrapp að kíkja á eldgosið og fékk háa rukkun í heimabankann