fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Fréttir

Segir Rússa greiða dýru verði að „vera ekki í stríði“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. júní 2022 06:58

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins frá í gær um stöðuna í stríðinu í Úkraínu kemur fram að Rússar gjaldi þess dýru verði að „vera ekki í stríði“.

Segir ráðuneytið að það að rússneskir ráðamenn hafi ekki lýst formlega yfir stríði gegn Úkraínu og haldi sig við að um „sérstaka hernaðaraðgerð“ sé að ræða haldi aftur af rússneska hernum.

Meðal annars reyni rússnesk yfirvöld nú að finna leiðir til að refsa hernaðarandstæðingum og þeim sem neita að berjast í Úkraínu. Vegna þess að stríði hefur ekki verið lýst yfir og aðeins er talað um innrásina sem „sérstaka hernaðaraðgerð“ er ekki hægt að refsa þeim hermönnum sem neita að berjast í Úkraínu. Það er aðeins hægt ef stríði hefur formlega verið lýst yfir.

Hugveitan Institute for the Study of War segir einnig að það séu „grundvallarmistök“ hjá Rússum að lýsa ekki yfir stríði. Það ýti undir lítið álit rússneskra þjóðernissinna á forystu hersins og sýni vel að það er skortur á hermönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rasískt níðyrði svar í íslenskri krossgátubók fyrir börn – „Í sjálfu sér hef ég ekki neina afsökun“

Rasískt níðyrði svar í íslenskri krossgátubók fyrir börn – „Í sjálfu sér hef ég ekki neina afsökun“
Fréttir
Í gær

Dista lagði ÁTVR í héraðsdómi – Máttu ekki taka bjórinn úr sölu

Dista lagði ÁTVR í héraðsdómi – Máttu ekki taka bjórinn úr sölu
Fréttir
Í gær

R.Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi – Hélt barnungum stúlkum sem kynlífsþrælum

R.Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi – Hélt barnungum stúlkum sem kynlífsþrælum
Fréttir
Í gær

Svik Gluggasmiðjunnar: Hurðalaus sumarbústaður og gluggalaus hús – „Þeir mega ekki svíkja fleiri“

Svik Gluggasmiðjunnar: Hurðalaus sumarbústaður og gluggalaus hús – „Þeir mega ekki svíkja fleiri“