fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Ásdís biðlar til almennings eftir sorglegt atvik í Hafnargötu – Skuggi yfir áfanganum eftir að umslag glataðist

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. júní 2022 15:00

Ásdís María Gunnarsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardaginn 11. júní síðastliðinn var Ásdís María Gunnarsdóttir að halda upp á merkileg tímamót í lífi sínu. Hún hafði útskrifast stúdent frá Háskólabrú Keilis og framundan er nám í Háskóla Íslands. Ásdís snæddi með fjölskyldu sinni á veitingastaðnum Thai Keflavík við Hafnargötu í Reykjanesbæ og síðan lá leiðin í sjoppuna Extra í sömu götu.

Á leiðinni varð Ásdís viðskila við dýrmætt umslag. Utan á því stendur skrifað „Ásdís María Gunnarsdóttir“ en inni í því er kort frá föður hennar, á það er skrifað:

Til hamingju með útskriftina, ég er svo stoltur af þér. – Kveðja, pabbi

Í umslaginu voru síðan 70 þúsund krónur sem áttu að fara í að greiða skráningargjald í Háskóla Íslands.

Féð er glatað nema sá sem fann umslagið á Hafnargötu skili því í réttar hennar. Ásdís biðlar til heiðarleika og góðmennsku finnandans og biður hann um að gera það eina rétta í stöðunni, skila umslaginu með peningunum.

Þrátt fyrir þennan dimma skugga sem hvílir yfir tímamótunum er Ásdís ánægð með áfangann. „Háskólabrú er mjög þung því þetta er hraðferð og stúdentsprófið er tekið á einu ári í stað þriggja ára.“

Ásdís fékk síðan þau gleðitíðindi í gær að hún hafi náð inn í nám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún hefur nám þar í haust.

„Það er aðallega svekkjandi núna að ég þarf að finna leið til að borga skráningargjaldið,“ segir Ásdís, en 70 þúsund krónur eru há fjárhæð fyrir ungan námsmann.

Finnandi umslagsins eða hver sá sem gæti haft upplýsingar um málið er beðinn um að senda Ásdísi skilaboð á Facebook-síðu hennar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu