Í Hafnarfirði var maður, í annarlegu ástandi, handtekinn á fyrsta tímanum í nótt. Hann var mjög æstur og hafði haft í hótunum við fólk. Hann var vistaður í fangageymslu.
Í Breiðholti var maður, í annarlegu ástandi, handtekinn í stigagangi fjölbýlishúss á þriðja tímanum. Hann var ekki velkominn þar og fór ekki að fyrirmælum lögreglunnar. Hann var vistaður í fangageymslu.
Í Miðborginni var brotist inn í verslun. Tilkynnt var um innbrotið klukkan 03.30. Hurð hafði verið spennt upp og sjóðvél stolið.
Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og annar var með meint fíkniefni í fórum sínum.
Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Vesturlandsvegi við Suðurlandsveg á níunda tímanum í gærkvöldi. Hraði bifreiðar hans mældist 143 km/klst en leyfður hámarkshraði er 80 km/klst.