fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Heilbrigðiseftirlitið tætti Metro í sig og gaf staðnum falleinkunn – „Taka þarf til og þrífa allt húsnæðið“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 31. maí 2022 13:35

Myndin er samsett - Skjáskot: Eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlitsins og Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. desember síðastliðinn gerði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur úttekt á veitingastað Metro á Suðurlandsbrautinni, í Skeifunni. Í eftirlitsskýrslunni kemur fram að staðurinn hafi einungis náð að uppfylla tæplega helming skilyrðanna í úttektinni en staðurinn fékk 1 í einkunn af 5 mögulegum. Samkvæmt viðmiðum Heilbrigðiseftirlitsins þýðir það: „Starfsemi takmörkuð / stöðvuð að hluta.“ Framkvæmdastjóri Metro veit ekki betur en að frávikin hafi verið lagfærð og allt hafi staðist varðandi plön um úrbætur.

Skjáskot/Heilbrigðiseftirlitið
Skjáskot/Heilbrigðiseftirlitið

Rakaskemmdir í lofti

Í skýrslunni er farið ítarlega yfir það sem er að á staðnum. Alvarleg frávik voru skráð meðal annars í hollustuháttum og í rýmum sem almenningur hefur aðgengi að. Myndir í skýrslunni sýna að ræstiaðstaðan er afar ósnyrtileg en rakaskemmdir eru í lofti á ræstiherberginu.

Ræstiaðstaðan fékk ekki góða dóma hjá Heilbrigðiseftirlitinu – Skjáskot úr eftirlitsskýrslunni
Rakaskemmdir í lofti – Skjáskot úr eftirlitsskýrslunni

Gerð er ábending við snyrtingu almennings á staðnum auk þess sem gerð er ábending varðandi handlaug starfsmanna. Ábendingin varðandi handlaugina er sú að of mikill kraftur er í krananum þar sem veldur því að vatn „frussast“.

Handlaugin – Skjáskot úr eftirlitsskýrslunni

Gólf á staðnum eru ekki í góðu ástandi og skráð er frávik í þeim kafla. Á myndum í skýrslunni má sjá að það vantar flísar á gólf auk þess sem annar gólfflötur lítur afar illa út.

Hér vantar flísar – Skjáskot úr eftirlitsskýrslunni
Þetta gólf var einnig tekið fyrir í skýrslunni – Skjáskot úr eftirlitsskýrslunni

Meðhöndlun matvæla

Einnig eru skráð frávik varðandimeðhöndlun matvæla. Myndir í skýrslunni sýna að heilbrigðiseftirlitið var ekki ánægt með aðstöðuna fyrir sælgætið sem notað er í ísréttina „Flörrí“ sem staðurinn selur. Þá var einnig skráð að álegg á staðnum væru „án kælingar“

Nammið sem notað er í ísréttina „Flörrí“ – Skjáskot úr eftirlitsskýrslunni
Álegg án kælingar – Skjáskot úr eftirlitsskýrslunni

Þá voru frávik skráð í liðnum þar sem spurt er hvort fletir þar sem matvæli eru meðhöndluð séu í góðu standi. Á myndunum má afar skítugan stiga og handriði en stiginn leiðir niður í rými sem virðist vera geymsla fyrir drykki.

Stiginn og handriðið -Skjáskot úr eftirlitsskýrslunni

Alvarlegt frávik er svo skráð varðandi klakavélina á staðnum en m er að ræða klakavélina sem notast er við þegar viðskiptavinir fá sér drykki með klökum. Staðnum var gefin fyrirmæli um að tæma og þrífa klakavélina fyrir frekari notkun.

Tæma þurfti klakavélina og þrífa hana fyrir notkun – Skjáskot úr eftirlitsskýrslunni

Taka þarf til og þrífa allt húsnæðið

Að lokum stendur í skýrslunni að alvarlegt frávik sé varðandi hreinlæti húsnæðis og búnaðar á staðnum. Heilbrigðiseftirlitið segir í skýrslunni að taka þurfi til og þrífa allt húsnæðið. „Taka þarf til og þrífa allt húsnæðið, þar með talið efri hæð,“ stendur í skýrslunni.

Í kjölfarið er svo birtur fjöldinn allur af myndum til að sýna óþrifnaðinn á staðnum. Á þeim myndum má sjá ýmsilegt sem nefnt er áður í skýrslunni, eins og klakavélina og gólfin en einnig má sjá myndir sem teknar eru víðs vegar um staðinn. Til að mynda er birt mynd af sprittstandi sem er afar skítugur.

Skjáskot úr eftirlitsskýrslunni

„Þannig bara virkar þessi bransi“

Ólafur Sigmarsson, framkvæmdastjóri Metro, segir í samtali við DV að það séu reglulega gerðar úttektir á veitingastöðum skyndibitakeðjunnar. Í kjölfarið sé gerð áætlun um hvernig á að laga frávikin, sérstaklega ef það er eitthvað sem snýr að framkvæmdum og öðru slíku. „Þetta er á hverju ári, ein til tvær heimsóknir og svona úttektir. Þú ert alltaf að laga þetta, gera þetta og hitt betur. Það er eitthvað í þetta skiptið og annað í það næsta, það getur verið að þú hafir bara ekki þrifið nógu vel eða ekki skipt um þennan hlut eða hinn, þetta er alltaf í gangi hjá öllum þessum veitingageira,“ segir Ólafur.

Aðspurður um það hvort þessi lága einkunn hafi komið honum á óvart segir Ólafur eftirfarandi: „Ég held að það sé nú ekki vaninn í þessu, það er mjög misjafnt hvernig þetta gerist. Aðal málið er að heilbrigðiseftirlitið kemur og gerir úttektir, gerir athugasemdir, bendir á hvernig þú lagar þetta og hitt, og svo er það bara alltaf lagað. Þetta er stöðugt í gangi, annars vegar þetta eftirlit og þessar úttektir, og hins vegar þær breytingar sem þú gerir í samræmi við það.“

Samkvæmt Ólafi ætti að vera búið að fara í að laga frávikin. „Já ég veit ekki annað en að það eigi allt að vera unnið eftir plani. Þetta er þannig að það kemur úttekt, þá er hlutum raðað eftir mikilvægi og þú skilar inn á hvaða tíma þú ætlar að vera búinn að þessu og hinu, og það hefur alltaf staðist. Annars væri löngu búið að loka,“ segir hann.

„Rekstrarstjórinn hjá okkur fer með heilbrigðiseftirlitinu í þetta. Hann fær svo skýrsluna, skilar inn áætlun hvernig hann lagar þetta og vinnur svo eftir því. Ég hef ekki heyrt neitt um að það sé ekki á áætlun. Þannig bara virkar þessi bransi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum