fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Stoltur fréttamaður sýndi rússneska ofurfallbyssu í sjónvarpinu – Hefði betur sleppt því

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 05:57

Kots fjallaði um byssuna og getu hennar. Mynd:Úkraínski herinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BúmmBúmmBúmm! Heyrðist í hvert sinn sem skotið var úr öflugu rússnesku fallbyssunni á yfirráðasvæði Úkraínumanna í Luhansk. Fyrir framan þetta færanlega stórskotaliðsvopn stóð rússneski stríðsfréttamaðurinn Aleksandr Kots og flutti fréttir af notkun þess. Fallbyssan getur skotið 130 kg sprengjum allt að 10 km leið með aðeins mínútu millibili. Öðrum tegundum sprengja getur hún skotið allt að 20 km. Forbes segir að talið sé að Rússar eigi 40-50 fallbyssur þessarar tegundar.

Þetta er að sögn öflugasta stórskotaliðsbyssa í heimi. Mynd:Wikimedia Commons

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann myndaði sjálfan sig fyrir framan byssuna sem var af gerðinni 2S4 Tjulpan en hún er 240 mm og hleður sig sjálf. Hann sagði stoltur frá að með byssunni hefði mikilvæg brú á milli Lysytjansk og Severodontesk verið eyðilögð. Fallbyssan skýtur svo öflugum sprengjum að þær geta komist í gegnum byggingar sem hafa verið styrktar sérstaklega og stórar byggingar. Þetta er stærsta og öflugasta fallbyssa rússneska hersins og hefur verið nefnd „ofurfallbyssa rússneska hersins“. Forbes segir að engin fallbyssa í líkingu við þessa sé til á Vesturlöndum.

Kots tók að sjálfsögðu sjálfsmynd með fallbyssuna í bakgrunni. Mynd:Úkraínski herinn

 

 

 

 

 

 

Hann birti síðan færslu á samfélagsmiðlum um þetta og myndir af fallbyssunni og staðnum þar sem hún var á iðnaðarsvæði nærri Rubisjne nærri Severodontesk. En hann sér líklega eftir því í dag.

Hæddur og þakkað fyrir aðstoðina

Upptökum Kots og myndum var ætlað að efla anda rússnesku þjóðarinnar vegna stríðsins og sýna afrek rússneska hersins í Úkraínu.

En það voru fleiri en Rússar sem fylgdust af athygli með útsendingu Kots. Daginn eftir að frétt Kots var sýnd birti úkraínski herinn myndband. Um upptöku frá dróna er að ræða og sýnir hún iðnaðarsvæðið þar sem Kots var daginn áður. Á upptökunni sást 2S4 í ljósum logum.

Hér logar fallbyssan. Mynd:Úkraínski herinn

 

 

 

 

 

 

Úkraínskir hermenn sáu fréttina í rússneska sjónvarpinu þar sem sýnt var hvaðan Rússar skutu á brúna og nýttu sér þær að sjálfsögðu til að skjóta á byssuna og eyðileggja hana.

Frá árás Úkraínumanna á byssuna. Mynd:Úkraínski herinn

 

 

 

 

 

 

„Takk fyrir! Haldið þessu góða starfi áfram!“ var skrifað í hæðni á Facebooksíðu úkraínska hersins. „Fyrst lokkuðum við þá út úr byggingunni og síðan eyðilögðum við hana. Þakkir til rússneskra áróðursdreifara fyrir ábendinguna,“ skrifaði úkraínski herinn á Facebook og birti fleiri upptökur af árásinni á fallbyssuna.

Hér stígur reykur upp frá svæðinu. Mynd:Úkraínski herinn

 

 

 

 

 

 

Úkraínski herinn segir að mörg ökutæki rússneska hersins hafi einnig verið eyðilögð í árásinni.

Þetta mál staðfestir mikilvægi þess að halda staðsetningum sínum leyndum í stríði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri