fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Kjartan segir hjálminn ekki snúa öfugt – „Ég þekki þennan hjálm mjög vel“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 12:05

Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Magnússon, varaþingmaður og frambjóðandi á 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum fyrir þátt sinn í myndbandsauglýsingu sem Sjálfstæðisflokkurinn birti á Facebook-síðu sinni í gær. Í myndbandinu má sjá Kjartan á hjóli með hjálm en netverjar hafa haft það að orði að hjálmurinn hans snúi vitlaust.

Leikarinn Vignir Rafn Valþórsson birti til að mynda færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann ræddi um Kjartan á hjólinu. „Þegar maður heldur að þessi kosningabarátta (og þessi flokkur) geti ekki náð dýpri lægðum þá henda þau í myndband sem tönglast á því hvað þau séu öll svo samheldin (einmitt!) og henda Kjartani Magnússyni á hjól til að sýna að þau séu alls ekkert alltaf á bíl,“ segir Vignir í færslunni.

„Ég kaupi þetta ekki alveg. Hefur kannski eitthvað með það að gera að hjálmurinn snýr fokking öfugt.“

Þekkir hjálminn vel

DV hafði samband við Kjartan og bar það undir hann hvort hjálmurinn væri vitlaust settur á höfuðið hans í myndbandinu. Kjartan segir það vera fjarri lagi og að hjálmurinn snúi pottþétt rétt í myndbandinu.

„Ég þekki þennan hjálm mjög vel og hef átt hann lengi. Það er ekki séns að láta hann tolla ef hann snýr öfugt,“ segir Kjartan í samtali við blaðamann. „Þeir eru kannski mismunandi hjálmarnir en ég skoðaði hjálminn og það er alveg ómögulegt að setja hann á sig öfugan.“

Einnig hefur því verið velt upp á samfélagsmiðlum að Kjartan sé ekki mikið fyrir að nota hjólfákinn sinn en Kjartan segir í samtali við DV að hann hjóli töluvert. Hann segist bæði hjóla í vinnuna og sér til afþreyingar.

Hér fyrir neðan má sjá myndband Sjálfstæðisflokksins þar sem Kjartan er á hjólinu með hjálminn sinn:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv