fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Stríðið um Gunnars Majónes – Hart sótt að Kleópötru sem vann sterkan sigur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 3. desember 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hluthafi í félaginu Sandeyri ehf. tapaði fyrir skömmu máli gegn Kleópötru Kristbjörgu Stefánsdóttur, eiganda Gunnars Majóness ehf, en hluthafinn gerði þá kröfu að dómskvaddur matsmaður yrði fenginn til að leggja mat á verðmæti hlutar hans í Sandeyri. Sandeyri er fasteignafélag sem stofnað var af Gunnari heitnum Jónssyni sem einnig stofnaði Gunnars Majónes hf. á sínum tíma. Sandeyri leigir meðal annars fasteignir undir starfsemi Gunnars Majóness í dag.

Vildi kanna hvort misfarið hafi verið með fé

Maðurinn sem lagði fram matsbeiðnina á 5% hlut í Sandeyri sem ekkja Gunnars heitins arfleiddi hann að fyrir um áratug síðan. Heldur maðurinn því fram að Kleópatra sé einráð bæði í Gunnars Majóness og Sandeyri, hún haldi ekki hluthafafundi né veiti umbeðnar upplýsingar um rekstur félagsins. Vill maðurinn láta kanna hvort misfarið hafi verið með fé Sandeyrar og fjármunir fluttir úr félaginu, sem og hvort greidd hafi verið óeðlilega há laun.

Héraðsdómur Reykjavík hafnaði kröfu mannsins með úrskurði sem kveðinn var upp í síðasta mánuði. Úrskurðurinn hefur ekki verið birtur en DV hefur komist yfir upplýsingar úr honum.

Maðurinn vildi vita hvað væri sanngjarnt og eðlilegt verð fyrir hlut hans í félaginu en héraðsdómur taldi það orðalag vera gildishlaðið og ekki samrýmast ákvæðum laga um einkahlutafélög.

Talinn undirbúa skaðabótamál á hendur Kleópötru

Þá þótti ljóst af orðalagi matsbeiðnarinnar að maðurinn lagði hana fram í þeim tilgangi að undirbúa skaðabótamál á hendur Kleópötru. Taldi hann meðal annars að Sandeyri hefði verið hlunnfarin um leigutekjur vegna tengsla við leigutaka. Var þetta ekki talið í samræmi við tilgang matsgerðar dómskvadds matsmanns. Matspurningarnar fólu einnig í sér að matsmaðurinn aflaði sér gagna til að komast að því hvort misferli hefði átt sér stað við rekstur félagsins. Dómari taldi þetta ekki samrýmast tilgangi starfa dómskvaddra matsmanna.

Maðurinn krafðist þess að Kleópatra kostaði vinnu við matsgerðina. Dómarinn hafnaði kröfum hans og var einnig úrskurðað að maðurinn borgaði Kleópötru málskostnað.

Náði öllum völdum í fyrirtækinu

Kleópatra var ráðin forstjóri Gunnars Majóness árið 2009 og kom ráðningin á óvart en hún hafði áður sinnt andlegum málefnum og skáldsagnaskrifum. Var hún í miklu vinfengi við dætur Gunnars heitins. Var hún í kjölfarið kölluð majónesdrottning, sögð vera æðstiprestur einhvers konar „sértrúarsafnaðar“ sem bæri að varast og jafnvel sögð vera hliðarsjálf Jesú Krists.

Gunnars Majónes hf. varð gjaldþrota árið 2014. Kleópatra keypti upp eignir þrotabúsins fyrir hrakvirði og hélt rekstrinum áfram á nýrri kennitölu en undir nafninu Gunnars Majónes ehf.

Í byrjun árs var svo greint frá því að félagið væri til sölu og í sumar bárust þau tíðindi að Kaupfélag Skagfirðinga hefði fest kaup á félaginu.

Deilur hafa verið um eignarhald og rekstur þessa fornfræga fyrirtækis sem stofnað var árið 1960 og virðist þeim engan veginn lokið. DV hafði samband við lögmann Kleópötru, Sævar Þór Jónsson, til að spyrjast fyrir um úrskurðinn og önnur deilumál viðvíkjandi fyrirtækjunum og Kleópötru. Sævar vildi ekki tjá sig um þessi mál.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar