fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Rússnesk leyniskjöl varpa ljósi á hversu barnalegur Pútín var í aðdraganda innrásarinnar – Trúðu ekki heppni sinni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. desember 2022 06:59

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að undanförnu hafa úkraínskir herforingjar og stjórnmálamenn varað við því að Rússar séu að undirbúa stórsókn og að líklega muni þeir aftur reyna að ná Kyiv á sitt vald. Ef svo fer þá verða þeir væntanlega betur undirbúnir en þegar þeir réðust inn í Úkraínu að morgni 24. febrúar. Rússnesk leyniskjöl, sem hefur verið lekið til fjölmiðla, eru ekki bara niðurlæging fyrir Pútín því þau eru einnig sönnun þess hvernig það fór með hann að lifa í nær algjörri einangrun, á heimili sínu nærri Moskvu, í tæp tvö ár. Það gerði hann vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Skjölin varpa ljósi á hversu upptekin Pútín er af eftirmæli sínum.

Skjölin sína að hann hafði ekki neina hugmynd um hversu illa búinn og óundirbúinn her hans var þegar ráðist var inn í Úkraínu.

Pútín var sannfærður um að her hans myndi fara hraðferð yfir Úkraínu og leggja landið undir sig án mikillar mótspyrnu. Hernum var skipað að ná til úthverfa Kyiv á fyrstu 13 klukkustundum innrásarinnar.

Samkvæmt leyniskjölum, sem var lekið til New York Times, þá var fallhlífahersveitum skipað að leggja af stað klukkan 01.33 um nóttina og vera komnar í útjaðar Kyiv klukkan 14.55 sama daga. Þetta er rúmlega 200 km leið sem sveitirnar áttu að leggja að baki á þessum tíma.

Eins og kunnugt er sat rússneski herinn fastur skömmu eftir innrásina og kílómetra langar raðir af skriðdrekum og brynvörðum ökutækjum voru auðvelt skotmark fyrir úkraínska herinn, sem er miklu minni en mun hreyfanlegri.

Trúðu ekki heppni sinni

Brynvarinn lest, með 30.000 hermenn, var skipað að sækja að bænum Tjernihiv á leið sinni til Kyiv. En það gekk ekki upp því úkraínskar hersveitir, vopnaðar skriðdrekavarnarvopnum, sem borin á öxlum, hröktu þær á flótta.

Rússar voru svo sigurvissir að þeir sendu liðsforingja  úr þjóðvarðliðinu af stað í venjulegum rútum lögreglunnar. Þeir áttu að halda til Kyiv til að halda aftur af mannfjöldanum eftir að Kyiv hefði verið hertekin innan 24 klukkustunda.

„Okkar menn trúðu þessu ekki,“ sagði heimildarmaður innan úkraínska hersins í samtali við The Times og bætti við: „Þeir murkuðu þá bara niður endana á milli þegar þeir óku í átt að Kyiv. Það var þarna sem við sáum að það væri kannski ekki svo erfitt að sigra Rússana eftir allt saman.“

Væntingar Pútíns og hans fólks um sigur voru svo miklar að ríkisfjölmiðlar voru beðnir um að vera tilbúnir með fréttir um sigur í stríðinu. Ein þeirra, með fyrirsögninni „Hin nýja heimsskipun“ var að sögn The Times birt fyrir mistök af RIA Novosti fréttastofunni á þriðja degi stríðsins. „Úkraína er kominn aftur í rússneskar hendur. Vestrænum heimsyfirráðum er algjörlega og endanlega lokið,“ stóð í fyrirsögninni.

Fréttin var þó fljótlega fjarlægð af vefsíðunni.

Hver er orsökin?

Eins og fyrr sagði þá hafa úkraínskir herforingjar og stjórnmálamenn varað við því að undanförnu að Pútín hyggi á stórsókn á næstunni og muni hugsanlega reyna að ná Kyiv. Ekki er útilokað að her hans hafi lært af mistökunum og geti gengið betur ef reynt verður á nýjan leik.

En ljóst er að eftir tíu mánaða stríð hafa Rússar misst tugþúsundir hermanna og að herinn á í miklum vanda.

Í umfjöllun New York Times um leyniskjölin er reynt að svara því af hverju einn öflugasti her heims (að því að talið var fram að innrásinni) hefur ekki staðið sig betur gegn miklu minni og veikari andstæðingi?

Auk leyniskjalanna fyrrnefndu fóru blaðamenn yfir mörg hundruð skjöl og tölvupósta frá rússnesku ríkisstjórninni, hlustuðu á upptökur af samtölum hermanna á vígvellinum og ræddu við tugi hermanna og fólk sem þekkir Pútín náið og hefur gert áratugum saman.

Niðurstaða þeirra er að „ótrúlegur fjöldi mistaka“ hafi verið gerður og að bylgja þeirra hafi byrjað á toppnum, hjá Pútín.

Samstarfsfólk hans segir að hann hafi gengist mikið upp í andvestrænum sjónarmiðum og það hafi leitt til þess að hann hafi tekið hina afdrifaríku ákvörðun um að ráðast inn í Úkraínu án þess að ráðfæra sig við sérfræðinga sem töldu innrás mjög slæma hugmynd.

Honum yfirsást einnig, hugsanlega vegna þess að enginn þorði að segja honum það, hversu illa rússneski herinn var á sig kominn vegna spillingar. Mörg hundruð milljarðar dollara, sem voru ætlaðir til að nútímavæða herinn, höfðu einfaldlega horfið, verið stolið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki