fbpx
Mánudagur 30.janúar 2023
Fréttir

Nýtt lyf við Alzheimers hægir á minnistapi – Ýtir undir vonir um að elliglöp verði læknanleg í framtíðinni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. desember 2022 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknar segja að „nýtt tímabil“ í læknisfræði sé hafið eftir að tilraunir með lyfið Lecanemab sýndu að það geti hægt á þróun þeirra sjúkdómseinkenna sem fylgja Alzheimerssjúkdómnum.

Sky News segir að tilraunirnar hafi leitt í ljós að lyfið hreinsaði köggla af prótíni, sem heitir amyloid og er talið vera helsti orsakavaldur algengs minnistaps, úr heilum sjúklinga.

Niðurstöður tilraunanna voru kynntar á ráðstefnu í San Francisco og tóku vísindamenn þeim mjög vel og vöktu þær góðar vonir um að hægt verði að ná árangri í baráttunni við Alzheimers. Margir fundargesta hafa unnið að rannsóknum á sjúkdómnum áratugum saman til að reyna að finna út hvað veldur honum og hvernig sé hægt að lækna hann.

Rob Howard, prófessor í öldrunargeðlæknisfræði við University College London, sagði að niðurstöðurnar séu „dásamlegar og veki vonir“. Nú séum við loksins komin með smá tök á þessum hræðilega sjúkdómi og nú hafi áralangar rannsóknir og fjárfestingar skilað árangri.

„Þetta er þýðingarmikið og sögulegt. Þetta mun ýta undir raunverulega bjartsýni um að hægt verði að sigrast á elliglöpum og að dag einn verði jafnvel hægt að lækna þau,“ sagði hann.

Niðurstöður tilraunarinnar með Lecanemab sýndu að lyfið hægði á minnishrörnun og hrörnun andlegrar fimi um 27% hjá sjúklingum með mild einkenni Alzheimers.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt umferðarslys á Seltjarnarnesi

Alvarlegt umferðarslys á Seltjarnarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Gabríela svarar fyrir storminn á Twitter – „Síðasta ár hefur verið eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað“

Helga Gabríela svarar fyrir storminn á Twitter – „Síðasta ár hefur verið eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eyjabörn voru lamin þegar þau komu upp á land og sögð vera pakk

Eyjabörn voru lamin þegar þau komu upp á land og sögð vera pakk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Kolbrún komin heim