fbpx
Mánudagur 30.janúar 2023
Fréttir

Faðir Friðfinns telur tvo þekkta aðila úr undirheimum helst geta upplýst um málið – „Þetta eru menn sem svífast einskis“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. desember 2022 10:01

Faðirinn, Kristinn, til vinstri, og Friðfinnur til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir Friðfinns Freys Kristinssonar, sem leitað hefur verið að frá því 10. nóvember, segist óttast að syni hans hafi staðið ógn af tveimur mönnum úr undirheimum landsins. Hann hvetur þá menn sem hafi hótað syni hans til að stíga fram til að hjálpa við að varpa ljósi á hvað hefur orðið um Friðfinn. Þetta kemur fram í frétt Vísis þar sem rætt var við séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir Friðfinns.

Kristinn segir að lögregla hafi staðið sig vel í málinu og mikið verk hafi verið unnið en engu að síður hafi Friðfinnur ekki fundist og engin tilgáta sé á lofti um hvað gæti hafa orðið um hann. Vitað sé að Friðfinnur var í miklum samskiptum við tvo aðila rétt eftir að hann hvarf og mögulega á eftir.

„Við erum hrædd um að hann hafi legið undir hótunum frá vondum mönnum,“ segir Kristinn í samtali við Vísi og segir hann mikilvægt að þessir menn opni sig um málið. Þessir aðilar séu líklegastir til að vita eitthvað um hvað gerðist, en þessir menn séu þekktir menn úr undirheimum sem lögregla þekki vel til.

„Það er mín tilgáta að eitthvað hafi farið fram á milli þeirra, að Friðfinnur hafi orðið mjög hræddur eftir hótanir. Þetta eru menn sem svífast einskis.“

Bindur Kristinn vonir við að rannsókn á síma og tölvu Friðfinns geti varpað frekari ljósi á málið. Kristinn segir átakanlegt að lýsa því hvernig sú tilfinning sé að vita ekki hvar sonur hans er og hvort hann sé enn á lífi.

Kristinn lýsir syni sínum sem góðum mani með stórt hjarta sem hafi villst af réttri braut vegna fíknisjúkdóms. Hann hafi þó um tíma náð að snúa við blaðinu en féll skömmu fyrir hvarfið. Kristinn hvetur fólk til að leggja fordómana til hliðar – fíknin geri ekki upp á milli manna.

Lögregla hefur nú fengið dómsúrskurð til að nálgast gögn úr síma og tölvu sem og til að skoða bankayfirlit og fleira. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, sagði í samtali við Vísi að hópur muni funda í fyrramálið þar sem næstu aðgerðir verði ræddar.

Kristinn sagði í samtali við DV um miðjan nóvember að honum hafi borist upplýsingar um að Friðfinnur hafi verið í sambandi við par í undirheimum, en karlmaðurinn sé sagður mjög hættulegur. DV barst ábending um að Friðfinni hafi verið ógnað vegna skulda.

Sjá einnig:

Rannsókn á hvarfi Friðfinns tekur á sig nýja mynd – Talinn hafa verið í sambandi við fólk á laugardag

Kristinn segir að hvarf Friðfinns hafi komið öllum í opna skjöldu – „Hann var búinn að standa sig gríðarlega vel“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðir og börn hennar í Hveragerði undir linnulausum ofsóknum í síma – „Þetta eru auðvitað bara krakkar en það þarf að stoppa þetta“

Móðir og börn hennar í Hveragerði undir linnulausum ofsóknum í síma – „Þetta eru auðvitað bara krakkar en það þarf að stoppa þetta“
Fréttir
Í gær

Sonur Signýjar í fráhvörfum vegna heróínfíknar og fær ekki aðstoð – „Ég er farin að hugleiða að ná sambandi við dópsala“

Sonur Signýjar í fráhvörfum vegna heróínfíknar og fær ekki aðstoð – „Ég er farin að hugleiða að ná sambandi við dópsala“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Gabríela svarar fyrir storminn á Twitter – „Síðasta ár hefur verið eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað“

Helga Gabríela svarar fyrir storminn á Twitter – „Síðasta ár hefur verið eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frétta­vaktin: Fúk­yrði, raf­­­byssur og greddu­­menn á hvíta tjaldinu

Frétta­vaktin: Fúk­yrði, raf­­­byssur og greddu­­menn á hvíta tjaldinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Wagnerliðar murkaðir niður og Prigozhin fallinn í ónáð í Kreml

Wagnerliðar murkaðir niður og Prigozhin fallinn í ónáð í Kreml
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Með einnar milljónar króna kröfu á bakinu fyrir að hafa áreitt starfskonu á veitingastað

Með einnar milljónar króna kröfu á bakinu fyrir að hafa áreitt starfskonu á veitingastað
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Kolbrún komin heim