fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Áætlun Rússa um innrásina í Úkraínu var svo leynileg að hún mistókst

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. desember 2022 06:08

Rússneskir hermenn á ferð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áætlun Rússa um að ráðast inn í Úkraínu var svo leynileg að yfirstjórn hersins vissi ekki um hana fyrr en nokkrum dögum áður en hún hófst þann 24. febrúar. Þessi mikla leynd varð til þess að Rússar náðu ekki þeim markmiðum sem þeir höfðu sett sér.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hugveitunni Royal United Services Institute (RUSI).

Í henni kemur fram að samkvæmt áætlun Rússa þá hafi þeir ætlað að ráðast inn í Úkraínu og hernema landið á aðeins tíu dögum til að geta innlimað landið í Rússland fyrir júlílok. Það var því mikilvægur hluti af áætluninni að villa um fyrir Úkraínumönnum og halda áætluninni leyndri til að halda úkraínskum hersveitum fjarri Kyiv.

Rússum tókst að villa um fyrir Úkraínumönnum og þegar innrásin hófst voru styrktarhlutföll herja landanna 12 á móti 1, Rússum í vil, norðan við Kyiv.

En þessi velheppnaða blekking og mikla leynd, meira að segja fyrir yfirmönnum hersins, urðu þó til þess að rússnesku hersveitirnar voru ekki nægilega vel í stakk búnar til að geta framfylgt áætluninni.

Þar sem þessi mikli liðsmunur og hröð sókn skiluðu ekki tilætluðum árangri lentu rússnesku hersveitirnar fljótlega í vandræðum þar sem Úkraínumenn gripu til vopna og kvöddu mikinn fjölda karla til herþjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur