fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Skelfileg spá – Segja að allt að 185.000 Evrópubúar geti dáið ótímabærum dauða í vetur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 06:14

Kuldakastið er hitaveitum erfitt. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dökk spá sem sett er fram í tímaritinu The Economist um komandi vetur í Evrópu. Samkvæmt henni þá geta allt að 185.000 Evrópubúar dáið ótímabærum dauða ef veturinn verður mjög kaldur en ef hann verður „eðlilegur“ er hætta á að um 147.000 manns deyi ótímabærum dauða.

Ástæðan fyrir þessu er „orkustríð“ Rússa gegn Evrópu en það tengist stríðinu í Úkraínu. Berst nú sáralítið gas til Evrópu frá Rússlandi og það mun hafa áhrif í vetur. The Economist segir að ef veturinn verður mildur megi reikna með að 79.000 manns deyi ótímabærum dauða. Tímaritið telur að um 60.000 manns hafi fallið í stríðinu í Úkraínu til þessa, um 30.000 úr röðum hvors stríðsaðila.

Í öllum þeim sviðsmyndum sem The Economist dregur upp munu fleiri Evrópubúar látast vegna „orkustríðs“ Pútíns en hafa fallið á vígvellinum í Úkraínu.

Ekstra Bladet hefur eftir Mogens Rüdiger, sagnfræðingi við Árósaháskóla, að Pútín vonist enn eftir ísköldum vetri í Evrópu, það verði auka bónus fyrir hann.

Útreikningar The Economist eru háðir mörgum óvissuþáttum sem spila saman. Til dæmis hvert hitastigið verður í vetur og hversu slæmur inflúensufaraldurinn verður. Þetta eru mikilvægustu þættirnir.

Orkuverð og áhrif þeirra á fjölda andláta eru einnig mikilvægir þættir. The Economist segir að ef orkuverð hækkar um 10% muni dauðsföll aukast um 0,6%. Það er eldra fólk sem er í mestri hættu. Tímaritið segir að 28% fleiri Evrópubúar, eldri en 80 ára, deyi á veturna en á sumrin.

Almennt séð þá fara heitu löndin verr út úr köldum vetrum. Þar eru hús ekki eins vel einangruð og þar eru margir eldri borgarar og annað fólk í viðkvæmri stöðu.

Samkvæmt greiningunni er mikill munur á hver áhrifin verða á ríki álfunnar. Í sumum verður nánast engin breyting en í öðrum má reikna með hárri umframdánartíðni. Samkvæmt öllum sviðsmyndum munu Ítalía og Þýskaland fara verst út úr vetrinum.

Tímaritið kemst að þeirri niðurstöður að „orkuvopn“ Pútíns sé „mjög öflugt“ og að Evrópa muni greiða stuðning sinn við Úkraínu dýru verði. Miðað við verð á gasi og rafmagni í dag þá er það 144% og 78% hærra en að meðaltali á árunum 2000 til 2019.

The Economist telur að besti möguleiki Pútíns á að reka fleyg í samstöðu Evrópubúa með Úkraínu sé í vetur. Hann vonist til að álfubúar standi frammi fyrir svo miklum erfiðleikum að þeir dragi úr stuðningi sínum við Úkraínu. Til dæmis með því að draga úr vopnasendingum.

Köld veðurspá

Samkvæmt nýrri norskri langtímaveðurspá, sem Climate Futures gerði, þá er útlit fyrir að veturinn á norðurhvelinu verði kaldari en venjulega. Dagbladet skýrir frá þessu.

Fram kemur að samkvæmt spánni verði hitinn í Norður-Evrópu lægri en venjulega að vetri til. Eirk Kolstad, loftslagssérfræðingur hjá NORCE og yfirmaður Climate Futures, sagði mjög óvenjulegt að spár vísi í þessa átt.

Ástæðan fyrir þeim orðum hans er að á síðustu árum hefur þróunin verið sú að veturnir verði sífellt mildari.

Samkvæmt útreikningum spáforrita þá munu færri lægðir berast inn yfir Þýskaland, Pólland og Frakkland og það þýðir minni vind.

Kuldi og minni vindur eru versta blandan þegar kemur að orkuverði. Lítill vindur þýðir einfaldlega að vindmyllur framleiða minna rafmagn og ef það er kalt á sama tíma er þetta slæm blanda því fólk þarf meiri orku til að kynda hús sín.

En rétt er að hafa í huga að langtímaspár af þessu tagi eru ansi óöruggar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala