Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Tilkynnt var um líkamsárás í Breiðholti á ellefta tímanum. Árásarþoli hlaut minniháttar áverka. Ekki er vitað hverjir árásarmennirnir voru.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í gærkvöldi. Annar ók á 123 km/klst og hinn á 109 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka án tilskilinna ökuréttinda.
Á tíunda tímanum voru tveir einstaklingar handteknir í Hlíðahverfi en þeir eru grunaðir um sölu fíkniefna.