fbpx
Sunnudagur 29.janúar 2023
Fréttir

Játar að hafa rifið upp hurðina á bíl barnsmóður sinnar og beitt hana ofbeldi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. nóvember 2022 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var þann 15. nóvember síðastliðinn dæmdur í 60 daga skilyrðisbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að beita fyrrverandi kærustu sína og barnsmóður ofbeldi.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa, þann 22. júní árið 2021, veist með ofbeldi að konunni. Hann reif upp hurðina ökumannsmegin á bíl konunnar þar sem hún sat undir stýri, sparkaði í líkama hennar og sló hana ítrekað með krepptum hnefa, þar á meðal í höfuð og andlit. Því næst reif hann í hár hennar og reyndi að draga hana út úr bifreiðinni. Afleiðingar árásarinnar voru þær að konan hlaut mar á enni vinstra megin og á hnakka, mar á vinstra hné, eymsli yfir hálsvöðvum og sjalvöðva vinstra megin og bólgu fremst á vinstri löngutöng.

Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust. Samkvæmt sakarvottorði mannsins hefur hann ekki áður sætt refsingu fyrir ofbeldisbrot og var litið til þess við ákvörðun refsingar hans. Þá var einnig litið til grófleika háttsemi mannsins en konan hlaut líkamlega áverka, þó þeir hafi ekki reynst alvarlegir, auk þess sem hún gat sér enga björg veitt þar sem hún var föst í öryggisbelti bílsins. Einnig er talað um ástæður sem maðurinn hafði tiltekið sem hvata árásarinnar en að mati dómsins réttlæta ástæðurnar ekki árásina.

Eins og fyrr segir var maðurinn dæmdur í 60 daga fangelsi en fullnustu refsingarinnar skal frestað og mun hún falla niður ef hann heldur almennt skilorð. Þá var manninum gert að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns, alls 194.680 krónur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhannes sóttur til saka í héraði og Lexusinn á uppboði hjá Sýslumanni

Jóhannes sóttur til saka í héraði og Lexusinn á uppboði hjá Sýslumanni
Fréttir
Í gær

Frosti svarar Jóni Trausta fullum hálsi – „Hann veittist að persónu minni og mannorði“

Frosti svarar Jóni Trausta fullum hálsi – „Hann veittist að persónu minni og mannorði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldur segir hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni – Skilaboðin að fíkniefnaneysla sé eðlileg

Baldur segir hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni – Skilaboðin að fíkniefnaneysla sé eðlileg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorlákur dæmdur til að greiða samfanga bætur fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni – Afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir tilraun til að drepa varaþingmann

Þorlákur dæmdur til að greiða samfanga bætur fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni – Afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir tilraun til að drepa varaþingmann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar upplýsingar um dauða rússnesks olígarka – „Brunnið lík skýrir ekki frá leyndarmálum“

Nýjar upplýsingar um dauða rússnesks olígarka – „Brunnið lík skýrir ekki frá leyndarmálum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vestrænir skriðdrekar auka á ótta Rússa við að bíða sögulegan ósigur

Vestrænir skriðdrekar auka á ótta Rússa við að bíða sögulegan ósigur