fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sú sem sökuð hefur verið um kynferðisbrot starfaði ekki með börnum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 23:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Samtakanna ´78 segja að segja konan sem sökuð hefur verið um kynferðisbrot gegn börnum undir lögaldri og gegndi trúnaðarstörfum fyrir samtökin hafi ekki starfað með börnum eða ungmennum innan samtakanna. Konan var sjálfboðaliði hjá samtökunum en slíkir aðilar starfa aldrei einir á vettvangi sem er liður í því að tryggja öryggi bæði gesta og sjálfboðaliðanna sjálfra.

Sjá einnig: Ásökuð um misnotkun á börnum og lætur af störfum

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Samtakanna 78 í kjölfar frétta um að 31 árs gömul kona, sem eins og áður segir gegndi trúnaðarstörfum fyrir samtökin, hafi verið sökuð um margskonar kynferðisofbeldi og áreiti gegn börnum undir lögaldri. Konan hefur sagt af sér trúnaðarstörfunum fyrir samtökin. Þá starfaði  hún í Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði í haust en vinnur þar ekki lengur þó að það tengist ekki ásökunum.

Yfirlýsing stjórnar Samtakanna ´78 í heild sinni

Stjórn Samtakanna ’78 bárust í vikunni ábendingar vegna ásakana um kynferðisofbeldi í garð barna af hálfu fyrrverandi formanns félagaráðs. Aðgerðaráætlun Samtakanna ’78 vegna ofbeldis var virkjuð um leið og málið barst og er því í faglegu ferli innan Samtakanna ’78 og hefur einnig verið tilkynnt til viðeigandi yfirvalda.

Viðkomandi sjálfboðaliði hefur vikið frá störfum.

Þá er rétt að árétta að viðkomandi hefur aldrei starfað með börnum eða ungmennum innan Samtakanna ’78 auk þess sem sjálfboðaliðar Samtakanna ’78 starfa aldrei einir á vettvangi sem er liður í því að tryggja öryggi bæði gesta og sjálfboðaliðanna sjálfra.

Samtökin ’78 munu ávallt standa með þolendum kynferðisofbeldis og svona mál eru litin alvarlegum augum.

Innan Samtakanna ’78 er boðið upp á fjölbreytilega og faglega ráðgjöf til hinsegin fólks eða vegna mála sem snertir þau og slík ráðgjöf stendur þolendum þessa máls til boða að kostnaðarlausu, líkt og öðrum.

Við ítrekum að viðkomandi sjálfboðaliði starfar ekki lengur á vettvangi Samtakanna ’78 og hefur aldrei starfað með börnum eða ungmennum á okkar vegum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“