fbpx
Fimmtudagur 02.febrúar 2023
Fréttir

„Var Búsáhaldabyltingin flopp? Já. Hún var til einskis og skilaði engu“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bragi Halldórsson, sem áður rak verslunina Ranimosk á Laugavegi sem var þekkt sem skrítnasta búðin í bænum og tók virkan þátt í Búsáhaldarbyltingunni, telur að byltingin hafi verið til einskis.

Hann skrifaði langa færslu um málið á Facebook þann 15. nóvember þegar 14 ár voru liðin frá fjölmennum mótmælum við Austurvöll sem voru skipulögð af Herði Torfasyni.

Hann bendir á að háværustu kröfurnar þann dag hafi verið að ríkisstjórnin segði af sér, seðlabanki segði af sér og að landið fengi nýja stjórnarskrá. Tvennt af þessu hafi gengið eftir þó að enn sé beðið eftir nýju stjórnarskránni.

„Var þetta allt til einskis, var Búsáhaldabyltingin flopp, fékkst nokkuð áunnið?,“ spyr Bragi. Hann bendir á að til að skipta um ríkisstjórn þurfi enga byltingu heldur gerist það að sjálfu sér með reglulegu millibili í lýðræðislegum kosningum. Sú krafa Búsáhaldabyltingarinnar hafi því í reynd verið marklaus til lengri tíma þar sem hún fól ekki í sér grundvallar breytingu. Að skipta um Seðlabankastjóra sé hægt með skipulagsbreytingum og slíkt sé ítrekað gert og því auðvelt í framkvæmd. Sömuleiðis sé auðvelt að semja nýja stjórnarskrá þó öllu erfiðara sé að fá hana í gildi.

Almenningur missti áhugann

Niðurstaðan sé því í raun að ekkert sé breytt frá byltingunni.

„Ekkert var gert sem ekki er þegar alltaf gert hvort eð er með sömu aðferðum sem alltaf hafa tíðkast og ennþá notaðar sem aðferðir löggjafar- og framkvæmdavalds til þess að lægja óánægjuraddir og láta umræðu þynnast út og þæfa um smáatriði uns almenningur hefur misst allan áhuga og snúið sér að einhverju öðru en á meðan hefur engu verið breitt nema skipta um nafn á litlu spjaldi sem skreytir einhverja skrifstofu út í bæ og nefndar í opinberum fréttatilkynningum“

Búsáhaldabyltingin hafi fengið athygli erlendis í gúrkutíð og íslenska þjóðin lofuð fyrir að krefjast þess að almenningur fengi að semja sína eigin stjórnarskrá. En svo hafi ekkert gerst.

Bragi furðar sig á því af hverju Hörður Torfa hafi ekki fengið að njóta réttmætis. Honum hafi ekki verið hampað neitt né hlotið lof fyrir sitt framtak í byltingunni.

Segja megi því að almenningur hafi gert það sama og löggjafar- og framkvæmdavaldið – ekkert. Heldur notast við gamlar aðferðir sem líti vel út til að lægja óánægjuraddir, síðan misst áhugann að vanda og gleymt því mikla starfi sem Hörður Torfa hafi lagt á sig og allir gleymt honum aftur.

„Því vil ég meina að almenningur hafi alveg eins brugðist og löggjafinn með því að framkvæma enga „byltingu“ heldur hagað sér eins og hann hefur alltaf gert og mun sennilega alltaf gera og svo missa á því allan áhuga og gleyma og gefa þeim sem leggja á sig mesta vinnu ekkert kredit og gleyma þeim líka og núa sér að því hvort eigi að leyfa frjálsa sölu áfengis og ÁTVR megi selja áfengi á sunnudögum.“ 

Búsáhaldabyltingin var til einskis

Almenningur geti því ekki skýlt sér á bak við það að hafa mótmælt kröftuglega, því almenningur missti áhugann og fékk fyrir „trixunum sem stjórnvöld nota alltaf hvort eð er.“

„Búsáhaldabyltingin ól því ekkert af sér heldur en nokkra beyglaða potta og brotnar sleifar. 

Og reynið ekki að benda á næsta mann eða röfla um að ekki sé búið að samþykkja nýju stjórnarskránna því hve margt fólk, fyrir engan áhuga á henni skildi hafa lesið hana? Ég giska á mest 1% þjóðarinnar og að það séu ekki mikið fleiri sem á henni hafi áhuga. 

Var Búsáhaldabyltingin flopp? Já hún var til enskir og skilaði engu, sorrí.“ 

Líklega muni í mesta lagi 10 prósent þjóðarinnar hvaða ár byltingin varð og líklega í mesta lagi 0,001 prósent sem muni að hún hófst 15. nóvember árið 2008.

„Og ekki þræta fyrir að þið hafið ekki kastað Herði Torfa eins og barninu út með baðvatninu, manninum sem startaði þessu öllu rétt eins og hann hefur startað mörgum öðrum mikilvægum réttlætis málum. Engin talar neitt meira um hann eftir eða undan hans mikla starfi í þessum mótmælum og enn nýtur hann ekki réttmælis fyrir sín mikilvægu störf í réttindabaráttu á Íslandi, þessi né önnur. 

Við floppuðu, sorrí, en satt.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

TF-SIF á hilluna vegna hagræðingar

TF-SIF á hilluna vegna hagræðingar
Fréttir
Í gær

Niceair skildi 45 töskur eftir á Tenerife – „Þarna mátti gera betur“

Niceair skildi 45 töskur eftir á Tenerife – „Þarna mátti gera betur“
Fréttir
Í gær

Fyrrum ræðuritari Pútíns segir að valdarán geti átt sér stað innan árs

Fyrrum ræðuritari Pútíns segir að valdarán geti átt sér stað innan árs
Fréttir
Í gær

„Hér er Ríkislögreglustjóri að ljúga mjög alvarlegum sökum upp á almenna borgara!“

„Hér er Ríkislögreglustjóri að ljúga mjög alvarlegum sökum upp á almenna borgara!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börn lentu í hrakningum í Grafarholti – Gert að yfirgefa strætó vegna óveðursins

Börn lentu í hrakningum í Grafarholti – Gert að yfirgefa strætó vegna óveðursins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir bændur leita að ástinni – „Austfirski folinn“ laus og liðugur og fertug ungfrú leitar að „dad-body“

Íslenskir bændur leita að ástinni – „Austfirski folinn“ laus og liðugur og fertug ungfrú leitar að „dad-body“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árás á íranska drónaverksmiðju getur komið sér vel fyrir Úkraínu

Árás á íranska drónaverksmiðju getur komið sér vel fyrir Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur skefur ekki utan af því – „Pútín hefur mistekist hrapalega“

Sérfræðingur skefur ekki utan af því – „Pútín hefur mistekist hrapalega“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Sleginn í andlitið