fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Danir, Norðmenn og Þjóðverjar gefa Úkraínumönnum vopn fyrir 12 milljarða

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. október 2022 06:59

Úkraínskir hermenn í Kharkiv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var tilkynnt að Danir, Norðmenn og Þjóðverjar muni greiða Slóvakíu sem svarar til um 12 milljarða íslenskra króna fyrir að framleiða vopn fyrir úkraínska herinn.

Þetta eru fallbyssur af gerðinni Zuzana-2 en Úkraínumenn hafa mikla þörf fyrir fleiri stórskotaliðsvopn.

Danska ríkisútvarpið segir að þegar Matin Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, tilkynnti þetta í gær hafi hann sagt að með þessu verði framlögin til Úkraínu færð upp á nýtt og hærra stig. Framlögin verði að vera hærri, bæði nú og í framtíðinni. Hann sagði að þjóðirnar þrjár væru „vinir Úkraínu“.

Að auki hefur danska ríkisstjórnin, sem er minnihlutastjórn, tryggt sér meirihlutastuðning á þingi til að veita Úkraínumönnum frekar stuðning upp á sem svarar til um 22 milljarða íslenskra króna. Þá peninga á að nota til að kaupa búnað sem úkraínski herinn hefur þörf fyrir í baráttunni við rússneska innrásarherinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg
Fréttir
Í gær

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum
Fréttir
Í gær

Nýskilin kona taldi flutningsmann hafa lofað sér ókeypis þjónustu en svo kom rukkunin frá konu hans – „Ég er rotinn lygari“

Nýskilin kona taldi flutningsmann hafa lofað sér ókeypis þjónustu en svo kom rukkunin frá konu hans – „Ég er rotinn lygari“
Fréttir
Í gær

„Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“

„Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson kjörinn varaformaður Miðflokksins

Snorri Másson kjörinn varaformaður Miðflokksins