fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

Starfsmannagleði fékk undarlegan endi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 29. október 2022 07:40

Lögreglumaður við störf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan var að nálgast fjögur í nótt þegar tilkynnt var um innbrot á veitingastað í miðborg Reykjavíkur. Ekki var þó allt sem sýndist. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að þarna hafði maður sofnað ölvunarsvefni á salefni veitingastaðarins. Hafði hann verið í starfsmannagleði með vinnufélögum sínum. Þegar maðurinn vaknaði var búið að loka veitingastaðnum og þegar hann reyndi að komast út fór innbrotskerfið í gang.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir einnig frá því að tvær erlendar konur voru handteknar á hóteli í miðborginni, grunaðar um fjársvik. Voru þær vistaðar fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.

Tilkynnt var um slys á veitingastað í Breiðholti um hálftvöleytið í nótt. Maður datt í stiga, hlaut áverka á höfði og missti meðvitund. Var hann fluttur á bráðadeild með sjúkrabíl til aðhlynnningar.

Umferðarslys varð í hverfi 113 laust fyrir kl. 19 í gær. Bíl var ekið á 9 ára barn sem fékk minniháttar áverka á höndum og víðar. Mikil hálka var á vettvangi. Sjúkrabíll kom á vettvang en ekki var talin ástæða til að flytja barnið á sjúkradeild til frekari aðhlynningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra
Fréttir
Í gær

Sár og svekktur út í félag hjúkrunarfræðinga: „Þessi afstaða er ekki bara röng, hún er beinlínis hættuleg“

Sár og svekktur út í félag hjúkrunarfræðinga: „Þessi afstaða er ekki bara röng, hún er beinlínis hættuleg“
Fréttir
Í gær

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir
Fréttir
Í gær

Tímavélin: Poppers – Stórhættulegur æðavíkkari sem varð vinsælt partídóp í níunni

Tímavélin: Poppers – Stórhættulegur æðavíkkari sem varð vinsælt partídóp í níunni
Fréttir
Í gær

Bjóða ferðamönnum að skrifa undir heit gegn hvala og lundaáti – „Markaðurinn myndi hrynja“

Bjóða ferðamönnum að skrifa undir heit gegn hvala og lundaáti – „Markaðurinn myndi hrynja“