fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

„Hann hefði getað farið inn og bjargað börnunum“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 22. október 2022 17:30

Mynd: EPA/Tannen Maury

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skotárásin í Robb Elementary skólanum í bænum Uvalde í Texas í maí síðastliðnum er ein mannskæðasta skotárásin í bandarískum skóla. Hinn 18 ára gamli Salvador Ramos kom akandi að skólanum, gekk inn og byrjaði að skjóta bæði nemendur og kennara. Yfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir léleg viðbrögð við skotárásinni en lögreglumenn voru afar lengi að bregðast við.

Juan Maldonado var einn af fyrstu ríkislögreglumönnunum sem mættu á vettvang skotárásarinnar í grunnskólanum í Uvalde, Texas í maí síðastliðnum. Alls létust 19 nemendur og tveir kennarar í árásinni. Maldonado er nú einnig sá fyrsti af ríkislögreglumönnunum sem tóku þátt í aðgerðinni til að vera rekinn úr starfi.

„Við getum staðfest að Juan Maldonado var afhent uppsagnarbréf í dag,“ sagði talsmaður almannavarnadeildar Texas í samtali við ABC News í gær. Maldonado er 23 ára gamall og er sagður hafa verið hæstur í tign af þeim lögreglumönnum sem mættu fyrstir á vettvang í grunnskólanum.

Í upptökum úr búkmyndavélum sést Maldonado fyrir utan skólann í fjórar mínútur á meðan skotmaðurinn gekk laus í skólanum. Maldonado hékk við inngang skólans en fór ekki inn, samkvæmt New York Times fór hann ekki einu sinni inn eftir að lögreglumaður kom særður út úr byggingunni.

Sjá einnig: Mannskæðustu skotárásirnar í skólum Bandaríkjanna – Faraldur sem ekki sér fyrir endann á

Málið var rannsakað í þaula af almannavarnadeild Texas. Maldonado er sagður hafa útskýrt aðgerðaleysi sitt með því að enginn hafi skipað honum að fara inn, annars hefði hann gert það.

Fjölskyldumeðlimir þeirra sem létust í árásinni hafa sérstaklega gagnrýnt Maldonado þar sem hann á að vera mjög tengdur samfélaginu í Uvalde. „Hann hefði getað farið inn og bjargað börnunum og kennurunum í samfélagi sem hann þekkti svo vel,“ segir til dæmis ættingi Amerie Jo Garza, eitt af börnunum sem lést í árásinni, í samtali við ABC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Í gær

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax