fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Rannsókn á Óshlíðarmálinu lokið

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 14. október 2022 18:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 27. maí síðastliðinn voru líkamsleifar Kristins Hauks Jóhannessonar grafnar upp úr kirkjugarði á Vestfjörðum af hálfu Lögreglunnar á Vestfjörðum vegna ákvörðunar um að rannsaka betur andlát hans sem varð í bílslysi þann 23. september árið 1973. Slysið varð er leigubíll Höskuldar Guðmundssonar fór út af Óshlíðarvegi og niður hlíðina.

Lögreglan á Vestfjörðum greinir frá því í færslu á Facebook-síðu sinni í dag að lögreglustjórinn á Vestfjörðum hafi ákveðið að hætta rannsókn málsins. „Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að ekkert bendi til annars en að farþeginn hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. Eins og ávallt er ákvörðun lögreglustjóra um lyktir mála kæranleg til ríkissaksóknara,“ segir í færslunni.

Ástæðan fyrir því að líkamsleifarnar voru grafnar upp í maí er sú að nánustu ættingjar hins látna óskuðu eftir því í apríl síðastliðnum að málið yrði tekið upp á ný. Ættingjarnir héldu því fram að rannsókn málsins á sínum tíma hafi verið ábótavant. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hafnaði beiðni ættingjanna á þeim forsendum að engin ný gögn hefðu borist. Sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara sem lagði fyrir lögregluna á Vestfjörðum að taka til skoðunar ljósmyndir af bílflakinu sem teknar voru á sínum tíma.

Lögreglan á Vestfjörðum tók ljósmyndirnar til rannsóknar og óskaði í kjölfarið eftir heimild til að grafa upp líkamsleifar hins látna. Eftir að hafa fengið það samþykkt hjá ættingjum og Héraðsdómi Vestfjarða voru líkamsleifarnar færðar til rannsóknar hjá réttarlækni sem er nú búinn að skila lögreglu ítarlegri skýrslu um dánarorsök.

„Eins og ávallt er ákvörðun lögreglustjóra um lyktir mála kæranleg til ríkissaksóknara. Nánustu ættingjum hins látna hefur verið kynnt niðurstaðan. Lögreglan mun ekki fjalla frekar um mál þetta í fjölmiðlum,“ segir í lokin á færslu lögreglunnar um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“