fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hópsmit meðal sjúklinga og starfsfólks á Vogi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. janúar 2022 07:02

mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópsmit kórónuveiru er komið upp á sjúkrahúsinu Vogi. Smit eru meðal sjúklinga og starfsfólks. Í gærkvöldi var búið að staðfesta tíu smit með hraðprófum og beðið var eftir niðurstöðum úr PCR-prófum sem voru tekin í gær.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur þetta eftir Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi. Hún sagði að gengið sé út frá því að jákvæðu hraðprófin séu einnig jákvæð. „Við gerum ráð fyrir því að þetta séu nú ekki tíu fölsk hraðpróf,“ sagði hún.

Hún sagði að hratt hafi verið brugðist við og allir þeir sem greindust jákvæðir séu í sóttkví og einangrun og búið sé að hafa samband við sjúklinga og starfsfólk.

Hún sagði að mikil röskun verði á starfseminni á Vogi næstu daga. Allir sjúklingarnir séu nú í sóttkví og væntanlega fari þeir flestir ef ekki allir heim í sóttkví. Ekki verður tekið á móti nýjum sjúklingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi