fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Örlagaferð í sumarbústað – Tveir karlar og ein kona ákærð fyrir alvarleg brot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 19:30

Myndin sýnir amfetamín í vörslu lögreglu og tengist fréttinni ekki beint. Ljósmyndari: Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjár manneskjur sem allar eru á milli fertugs og fimmtugs hafa verið ákærðar fyrir alvarleg fíkniefnabrot. Eru þau meðal annars sökuð um að hafa framleitt amfetamín í sumarbústað í Miðdalnum. Réttað verður í málinu á næstunni. Um er að ræða tvo karlmenn og eina konu.

Öll þrjú eru ákærð fyrir að hafa laugardaginn 18. janúar árið 2020 staðið að framleiðslu á amfetamíni í sumarhúsi í Miðdal í Kjósarhreppi. Lögreglan fylgdi mönnunum tveimur eftir að lokinni framleiðslu og handtók þá við Suðurlandsveg í Reykjavík. Við handtökuna kastaði annar mannanna fíkniefnum út úr bílnum sem þeir voru á.

Konan var hins vegar handtekin í sumarhúsinu. Hún er einnig ákærð fyrir að hafa á sama tíma haft í vörslu sinni 14 kannabisplöntur og fyrir ræktun í áðurnefndu sumarhúsi.

Annar mannanna er ákærður fyrir að hafa geymt á heimili annars manns í Hafnarfirði 5.000 ml af vökva með amfetamínbasa. Hinn maðurinn er ákærður fyrir að hafa haft á sér rúmlega 250 g af amfetamíni.

Þess er krafist að fólkið verði dæmt til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ennfremur er krafist upptöku á miklu magni af fíkniefnum og alls konar búnaði og verðmætum. Segir orðrétt um þetta í ákærunni:

„Krafist er upptöku á samtals 288,33 g af amfetamíni, 14 kannabisplöntum og 5.000 ml af vökva sem innihélt amfetamínbasa, með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr.6511974 og2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 23312001, með síðari breytingum. Þâ er krafist upptöku á öryggisgrímu, 8 glerfötum og glerskáI, mæliglösum og stórum sprautum, uppþvottabursta, þremur Ikea flöskum, einni krukku, rafmagnseldunarhellu, kælitösku, potti, brusa merktum Aceton, I I einnota hönskum, brusa merktum frostlögur sbr. munir í munaskrá 143540, ziplockpokum, PH-fix strimlum, einni trekt, 3 mælikönnum, plastskál með sprautum og nálum, glerglasi með sprautum, glerskáI, rauðum vasa meö glerkrukku sbr. munir í munaskrá 143602, Nike bakpoka, fiórum rykgrímum, 2 öryggisgrímum, 2 filterum, glerflösku, plastkönnu og lok, sbr. munaskrá nr.143570,780 ml. af óþekktum vökva sbr. efnaskrárnúmer 42891, 7 gróðurhúsalömpum, 7 straumbreytum, I kolasíu og I viftu sbr. munaskrá 143503, með vísan til 7. mgr. 5. gr. laga nr.6511974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr.23312001. Einnig er krafist upptöku á Rolex armbandsúri lögregla lagði hald á við rannsókn málsins, með vísan til 1. mgr. 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 1911940.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu