fbpx
Sunnudagur 29.maí 2022
Fréttir

Slíta samstarfi við leiðsögumann vegna ásakana um ofbeldi

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 20:27

Myndin er samsett - Myndin af manneskjunni í fjallinu tengist fréttinni ekki beint - Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í ljósi aðstæðna og ábendinga sem okkur hafa borist teljum við rétt að slíta samstarfi við ákveðinn aðila sem hefur verið bendlaður við ofbeldi.“

Þetta segja þeir Leifur Dam Leifsson og Tómas Jón Sigmundsson, eigendur GG Sport, í færslu sem birt var á Facebook-síðu fyrirtækisins í kvöld. „Við viljum taka það skýrt fram að við styðjum ekki ofbeldi af neinu tagi og munum aldrei gera,“ segja þeir Leifur og Tómas einnig í færslunni.

Aðilinn sem um ræðir er leiðsögumaður en umræða um meint ofbeldi af hans hálfu hófst eftir frásögn þolanda hans í Facebook-hópnum Fjallastelpur – umræðuhópur um útivist á Íslandi fyrir konur. Þar opnaði þolandi leiðsögumannsins sig sagði ítarlega frá því sem hún varð fyrir af hendi leiðsögumannsins.

Þolandinn segist ekki vera eina konan sem leiðsögumaðurinn hefur beitt ofbeldi. „Ég og aðrar konur (við erum fleiri en ein, tvær og þrjár) höfum síðustu ár þurft að horfa upp á ofbeldismann okkar taka ítrekað fyrir ný fórnarlömb ásamt því að sjá bæði andlit hans og nafn prýða hina ýmsu miðla og koma fram í auglýsingum,“ segir hún í færslunni.

Undir lok færslunnar sagði þolandinn að leiðsögumaðurinn væri í samstarfi með 5 fyrirtækjum en eitt þessara fyrirtækja var GG Sport.

„Innhólfið okkar er alltaf opið“

Facebook-síðan Fjallastelpur, sem sér meðal annarra um samnefnda Facebook-hópinn, birti færslu á síðunni sinni í kjölfar færslunnar sem birt var á Facebook-síðu GG Sport. Í færslunni segja Fjallastelpur að þær taki skýra afstöðu gegn ofbeldi.

„Við erum mjög þakklátar fyrir það traust sem okkur er sýnt þegar konur stíga fram undir nafni og þegar haft samband við okkur í einkaskilaboðum til að segja frá ofbeldi sem konur hafa upplifað í fjallaheiminum. Umræðuhópur Fjallastelpna er vettvangur sem eingöngu er ætlaður konum, þar sem konur geta leitað til hver annarra.“

Þá eru konurnar í hópnum hvattar til þess að hafa samband við síðuna ef þær vilja ræða erfiða reynslu sem þær hafa upplifað.

„Við viljum hvetja ykkur til að hafa samband, í einkaskilaboðum eða á annan hátt, ef þið viljið ræða erfiða reynslu sem þið hafið upplifað. Innhólfið okkar er alltaf opið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjastjórn íhugar að senda sérsveitarmenn til Úkraínu

Bandaríkjastjórn íhugar að senda sérsveitarmenn til Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Forsetinn vildi ekki hitta Gunnar vegna sómölsku kvennanna sem á að vísa úr landi

Forsetinn vildi ekki hitta Gunnar vegna sómölsku kvennanna sem á að vísa úr landi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir að reyna að koma fölsuðum peningaseðlum í umferð

Ákærður fyrir að reyna að koma fölsuðum peningaseðlum í umferð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þunguð kona sleppur við brottvísun að sinni

Þunguð kona sleppur við brottvísun að sinni