fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Auglýsing Hreiðars eftir landsleikinn vekur athygli – „Best staðsetta auglýsing ársins“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 17. janúar 2022 20:00

Myndin er samsett - Mynd úr leik: Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir sigur Íslands á Hollandi í EM í handbolta í gær birtist auglýsing á skjánum frá manni sem flestir handboltaáhugamenn þekkja vel. Auglýsingin var frá engum öðrum en Hreiðari Levý Guðmundssyni, fyrrum markverði íslenska landsliðsins í handbolta, en Hreiðar starfar í dag sem fasteignasali hjá fasteignasölunni Miklaborg.

Auglýsingin vakti að vonum athygli þar sem hún var sýnd beint eftir leikinn. Sjónvarpskonan Margrét Erla Maack tók til að mynda eftir auglýsingunni og ákvað að hrósa henni í færslu sem hún birti á Twitter-síðu sinni.

Fleiri tóku undir með Margréti í athugasemdunum. Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, sagði til dæmis að staðsetning auglýsingarinnar væri frábær. „Þetta var best staðsetta auglýsing ársins,“ segir Siggeir.

Haukur nokkur segir svo að auglýsingin hafi ollið því að hann hafi farið í fasteignasöluhugleiðingar. „Ég fékk óstjórnlega löngun til að selja ofan af okkur..“ segir hann

Ánægður að auglýsingin hitti í mark

„Það er gott að heyra að fólk er að hafa gaman að þessu,“ segir Hreiðar í samtali við DV um viðbrögðin við auglýsingunni en hann kveðst hafa verið með smá stress í maganum fyrir henni. „Það er gott að þetta hitti í mark.“

Ákvörðunin um að auglýsa þarna beint eftir leikinn var svo sannarlega ekki tekin í flýti. „Ég var búinn að hugsa um að gera þetta í fyrra og svo einhvern veginn vantaði mig bara uppstillinguna. Já þannig ég var búinn að ákveða að gera þetta í ár, ég var búinn að hugsa um þetta í eitt ár og ætlaði að láta slag standa núna bara. Mér fannst þetta góður tímapunktur út af það er náttúrulega tenging við mig og landsliðið og svona,“ segir hann en auglýsingastofan Sahara hjálpaði honum að gera auglýsinguna að veruleika.

Hreiðar fylgist að sjálfsögðu með leikjum landsliðiðsins á EM, hann er ánægður með byrjunina en er orðinn stressaður fyrir leiknum við Ungverjaland á morgun. „Þau eru að gróa hérna öll naglaböndin mín fyrir morgundaginn,“ segir hann.

„Það er frábær byrjun að vera með tvo sigra, fullt hús, en þetta er stórhættulegt, það má lítið út af bregða í síðasta leiknum. Maður er skítstressaður fyrir það, þetta verður hörkuerfitt, þetta eru nátttúrulega ungverjar á heimavelli, það er alltaf erfitt. En það væri helvíti svekkjandi ef við dettum út.“

Auglýsingin sem um ræðir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus