fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Max Verstappen til liðs við Viaplay

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 12:44

Max Verstappen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1, og Viaplay hafa komist að samkomulagi til næstu ára um að hollenska Formúlu 1 súperstjarnan komi fram í efni sem aðeins er ætlað áhorfendum Viaplay. Aðdáendur munu geta streymt einstökum heimildarþáttum þar sem Verstappen segir upplýsir hvernig á að sigrast á erfiðustu kappakstursbrautum heims, ásamt því sem við skyggnumst inn í líf hans fjarri miskunnarlausu álagi íþróttarinnar, og margt fleira. Verstappen mun auk þess verða sendiherra Viaplay á öllum mörkuðum þar sem Viaplay hefur sýningarréttinn á Formúlu 1.

Max Verstappen, ökumaður  Red Bull Racing, skráði sig á spjöld sögunnar í desember 2021, þegar hann varð fyrsti Hollendingurinn til að verða heimsmeistari ökumanna  í Formúlu 1. Heimsmeistaratitillinn er hápunkturinn á ótrúlegum ferli hins 24 ára gamla Max Verstappen til þessa, en frægðarsól hans hefur risið mjög hratt undanfarin ár. Fyrir var hann yngsti keppandi og sigurvegari í Formúlu 1 og Íþróttamaður ársins í Hollandi.

Verstappen hefur titilvörn sína í mars, með gríðarlegan fjölda ástríðufullra stuðningsmanna á bak við sig. Hver einasti kappakstur á komandi keppnistímabili í Formúlu 1 – þar á meðal hollenski kappaksturinn á hinni frægu Zandvoort-braut, sem liggur meðfram ströndinni – verður í beinni útsendingu á Viaplay í Hollandi, á öllum Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum. Frá og með 2023 mun Viaplay einnig sýna Formúlu 1 í Póllandi.

Max Verstappen: „Ég hlakka mikið til spennandi samstarfs við Viaplay, þar sem við höfum bæði metnað til að verða þau allra bestu í okkar fagi. Það verður frábært að vinna með fagfólki Viaplay á vettvangi, eins og David Coulthard, Mika Häkkinen og Tom Kristensen. Ég er viss um að reynsla þeirra sem fyrrum heimsklassa ökumenn sé mikill kostur. Streymisveitan Viaplay er kannski ný fyrir hollenskum áhorfendum, en hún hefur sannað sig sem streymisþjónusta á alþjóðlegum vettvangi. Það er ótrúlegt hvað ég mun ná til margra aðdáenda með því einstaka efni sem við munum búa til í sameiningu.“

Hjörvar Hafliðason, íþróttastjóri Viaplay á Íslandi: „Samstarfið við Max Verstappen sýnir hversu sterk skuldbinding okkar til Formúlu 1 er. Viaplay fjallar um þessa frábæru íþrótt með hætti sem er einfaldlega ekki í boði annars staðar, með bestu myndverunum, aðgangi að ökumönnum og hæfileikamenn í beinni útsendingu á borð við Mika Häkkinen og David Coulthard, sem F1 aðdáendur þekkja vel, ásamt Tom Kristensen einum sigursælasta LeMans ökumanni allra tíma. Með því að bæta við einkaefni frá Max munum við færa áhorfendur inn í hraðasta þátt á jörðinni, sem aldrei fyrr. Við hlökkum mikið til samstarfsins við Max Verstappen og höldum áfram að bjóða íslenskum áhorfendum fjölbreytt sjónvarpsefni.“

Viaplay hóf útsendingar á Íslandi 1. apríl 2020, með einstakri blöndu af beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum, Viaplay Original-efni, alþjóðlegum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, og barnaefni með íslensku tali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu