fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Innbrot í apótek – Skemmdarvargar á ferð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. september 2022 06:52

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmta tímanum var tilkynnt um innbrot í apótek í höfuðborginni. Innbrotsþjófurinn komst undan með óþekkt magn lyfja.

Klukkan 18 í gær var tilkynnt um menn sem voru að brjóta rúðu í húsi í Grafarvogi. Þeir voru farnir af vettvangi þegar lögreglan kom.

Í Miðborginni olli maður tjóni á bifreiðum á bifreiðastæði á tíunda tímanum í gærkvöldi með því að berja í þær. Hann var farinn af vettvangi þegar lögreglan kom.

Á ellefta tímanum var tilkynnt um þrjá menn á ferð í Miðborginni og að einn þeirra hefði brotið rúðu. Þeir forðuðu sér af vettvangi áður en lögreglan kom.

Um klukkan fjögur í nótt var rúða brotin í verslun í Miðborginni.

Einn var handtekinn síðdegis í gær eftir að tilkynnt var um ósæmilega hegðun hans. Hann neitaði að veita persónuupplýsingar og var því handtekinn. Þegar á lögreglustöðina var komið var hann reiðubúinn til að veita umbeðnar upplýsingar og var sleppt lausum að því loknu.

Á níunda tímanum var skriðdýr handsamað á heimili einu á höfuðborgarsvæðinu. Dýr af þessari tegund er óheimilt að halda hér á landi. Starfsmaður sveitarfélagsins fjarlægði dýrið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla