fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Tekjulistinn í heild sinni: Grímur trónir á toppnum í ferðaþjónustu og veitingabransanum

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 09:28

Myndin er samsett - Frá vinstri: Steinþór, Grímur og Sigrún.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveirufaraldurinn hafði mikil áhrif á á ferðaþjónustuna og veitingageirann á síðasta ári.  En þrátt fyrir að faraldurinn hafi ennþá verið í fullum gangi þá voru launatékkarnir hjá toppunum í ferðaþjónustunni ekki af verri endanum á árinu.

Það komst þó engin með tærnar þar sem Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, hefur hælana en hann trónir á toppi listans yfir þá sem hafa hæst launin í ferðaþjónustunni. Grímur var með rétt rúmar 6,5 milljónir í mánaðarlaun. Rétt er að geta þess að Grímur er umsvifamikill í viðskiptalífinu og því eru laun hans ekki eingöngu fyrir setuna í forstjórastól helstu perlu íslenskrar ferðaþjónustu. Næsti maður á eftir honum í úttekt eftir honum, Steinþór Jónsson, hótelstjóri í Keflavík og formaður FÍB, var tæpum fjórum milljónum á eftir honum. Rétt er að geta þess að

Hér má sjá lista yfir kaun 100 einstaklinga í ferðaþjónustunni

Steinþór var með rúmlega 2,5 milljónir á mánuði á árinu en þau Sigrún Björk, hótelstjóri og stjórnarformaður Landsnets, og Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita, fylgja honum fast á eftir, hvort um sig með rúmlega 2,3 milljónir á mánuði. Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá, er síðan í fimmta sæti listans með rétt rúmar 2 milljónir á mánuði.

Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa lónsins   6.500.280
Steinþór Jónsson hótelstjóri í Keflavík og formaður FÍB   2.548.086
Sigrún Björk Jakobsdóttir hótelstjóri, stjórnarformaður Landsnets og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri   2.332.512
Þráinn Vigfússon framkvæmdastjóri Vita   2.323.777
Friðrik Pálsson hótelstjóri á Hótel Rangá   2.083.235

Rétt er að geta þess að um mánaðarlaun einstaklinga er að ræða, sem reiknaðar eru út frá útsvari, en einnig geta umræddir einstaklingar verið með aðrar tekjur, til dæmis fjármagnstekjur, sem ekki eru inn í þessum tölum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Í gær

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða