fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Sporthúsið Reykjanesbæ tekur yfir Superform í skugga ofbeldisatviks

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. júlí 2022 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Elíasson, eigandi Sporthússins í Reykjanesbæ, birtir sláandi yfirlýsingu í lokuðum Facebook-hópi viðskiptavina Superforms, lítillar æfingastöðvar sem hefur verið staðsett inni í húsnæði Sporthússins. Segir Ari að Sporthúsið hafi tekið yfir starfsemi Superforms. Ástæðan fyrir því sé atvik sem varð í æfingatíma Superforms.

Í tilkynningu Ara er þetta orðað svona: „Þann 1. júlí sl. varð atvik í æfingatíma Superform sem við hörmum og þykir ákaflega leiðinlegt. Málið var strax tekið föstum tökum, rætt við hlutaðeigandi og viðkomandi beðinn afsökunar. Í því samfélagi sem við eigum saman í Sporthúsinu og Superform gerum við þá kröfu til þjálfara, annarra starfsmanna og iðkenda að háttvísi sé í hávegum höfð í öllum samskiptum. Við viljum að öllum sem taka þátt í starfi okkar líði vel og upplifi sig örugga.“

Þjálfarinn sem var að verki í umræddu atviki mun vera fyrrverandi eigandi Superform en hann hefur nú hætt störfum og kveður Superform og Sporthúsið. Óskar Ari honum velfarnaðar í störfum sínum.

Samkvæmt heimildum DV gerðist þjálfarinn sekur um að slá konu sem var við æfingar í Superform utan undir og ausa yfir hana svívirðingum. DV hafði samband við umrædda konu, hún vildi lítið tjá sig um málið en staðfesti þessa atvikalýsingu.

Ari endar yfirlýsingu sína á jákvæðum nótum og segir að Sporthúsið hafi tekið í notkun nýja og glæsilega æfingasali og á næstu vikum verði nýr og vandaður æfingabúnaður tekinn í notkun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“
Fréttir
Í gær

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Í gær

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“
Fréttir
Í gær

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“
Fréttir
Í gær

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“