fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Þess vegna eiga karlmenn að pissa sitjandi

Fókus
Mánudaginn 27. júní 2022 13:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í huga sumra karlmanna er það hámark karlmennskunnar að pissa standandi. Það getur hins vegar haft slæmar afleiðingar á heilsu þeirra.

Vissulega fylgja því ýmsir kostir að pissa standandi, til að mynda að þú getur pissað nánast hvar sem er.

Margir þvagfæralæknar er hins vegar talsmenn þess að karlmenn pissi sitjandi eða horfist í augu við afleiðingar þess að pissa standandi. Og nei, hér erum við ekki að tala um þær afleiðingar að eiginkonan verði reið því maðurinn pissaði á klósettsetuna. Þetta kann þó að skýra af hverju 42% karlmanna eru þegar farnir að pissa sitjandi, samkvæmt rannsókn frá 2007 að því er DailyStar greinir frá.

Sérstaklega er mikilvægt fyrir karlmenn með blöðruhálsvanda að pissa sitjandi því þannig geta þeir pissað af meiri krafti, samkvæmt rannsókn frá 2014 sem gerð var hjá Leiden háskólasjúkrahúsinu í Hollandi.

Að pissa standandi örvar hins vegar vöðva í neðri hluta kviðar, mjaðmagrind og mænu sem gera þvaglát erfiðari, samkvæmt sömu rannsókn.

Dr. Jesse N. Mills, prófessor við þvagfæradeild UCLA, segir: „Það er betra fyrir karlmenn með vandamál í blöðruhálskirtli að pissa sitjandi, sem og þá sem geta ekki staðið upppréttir lengi. Margir karlmenn setjast til að pissa ef þeir ná ekki að tæma þvagblöðruna. Þegar karlmenn setjast til að pissa tæmist hún betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“