fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Úkraínumenn réðust á rússneska gasborpalla í Svartahafi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 05:14

Úkraínskur hermaður í Odesa en borpallarnir eru sunnan við borgina. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir embættismenn segja að Úkraínumenn hafi gert flugskeytaárásir á þrjá rússneska gasborpalla í Svartahafi. Borpallarnir eru sunnan við Odessa en Rússar náðu þeim á sitt vald 2014 þegar þeir lögðu Krím undir sig.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að árásin á borpallanna sé nýjasta aðgerð Úkraínumanna til að reyna að draga úr yfirburðum Rússa í Svartahafi. Úkraínumenn telja að borpallarnir séu notaðir í hernaðarlegum tilgangi og til að aðstoða Rússa við að tryggja yfirráð yfir stóru svæði í Svartahafi.

Sjö særðust í árásunum að sögn Sergey Aksyonov, sem er æðstráðandi á Krím. Hann sagði að björgunaraðgerðir væru hafnar á sjó og úr lofti.

Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki staðfest að árás hafi verið gerð á borpallana en Oleksiy Goncharenko, þingmaður frá Odessa, sagði nú í morgun að flugskeytum hafi verið skotið á borpallana.

Hvað varðar stríðið á landi þá sagði Hanna Malyar, varavarnarmálaráðherra Úkraínu, að Rússar séu nú að safna liði fyrir lokaárásina á Sieverodonteskt og Lysychansk í Donbas. Reiknað sé með að árásin hefjist fyrir vikulok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Í gær

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“