fbpx
Mánudagur 08.ágúst 2022
Fréttir

Fyrrum sendiherra segir að aðeins eitt geti fengið Pútín til að stöðva stríðið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. júní 2022 06:59

Hvað ætlar Pútín að segja? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er aðeins eitt sem getur fengið Rússa til að hætta stríðsrekstrinum í Úkraínu. Það er að minnsta kosti mat Michael McFaul fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi.

Í samtali við MSNBC sagði hann að þetta snúist ekki um tilfinningar Pútíns heldur um völd.

Með þessu mælir hann gegn orðum Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, sem hefur sagt að mikilvægt sé að forðast að niðurlægja Pútín ef hægt á að vera knýja fram diplómatíska lausn á stríðinu.

McFaul segir þetta „barnaleg“ ummæli því Pútín muni halda áfram að reyna halda herteknum svæðum í Úkraínu. „Hann sest ekki við samningaborðið fyrr en her hans getur ekki lengur sótt fram. Þegar hann er fastur á vígvellinum. Þetta snýst um völd, ekki um tilfinningar Pútíns,“ sagði McFaul sem var sendiherra í Rússlandi frá 2012 til 2014.

Hann sagði að hvorki diplómatískar tilraunir né efnahagslegar refsiaðgerðir séu það sem muni stöðva Pútín. Hann sagði að stríðsrekstur Pútíns sanni þetta. Grimmd Rússa sýni að það sé ekki fyrr en hersveitir Pútíns geti ekki sótt fram sem Pútín bakki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir eru velkomnir á spænskar strendur segja spænsk stjórnvöld – Auglýsingaherferðin hneykslar

Allir eru velkomnir á spænskar strendur segja spænsk stjórnvöld – Auglýsingaherferðin hneykslar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varað við hættum á gosstöðvunum – Einstaka ferðamenn urðu sárir í nótt og í gær

Varað við hættum á gosstöðvunum – Einstaka ferðamenn urðu sárir í nótt og í gær
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Tveir breskir lögreglumenn grunaðir um manndráp – Lömdu og skutu 93 ára heilabilaðan mann með rafbyssu

Tveir breskir lögreglumenn grunaðir um manndráp – Lömdu og skutu 93 ára heilabilaðan mann með rafbyssu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sara orðlaus yfir hroka og dónaskap þeirra sem fóru að eldgosinu – „Hver ól þau upp?“

Sara orðlaus yfir hroka og dónaskap þeirra sem fóru að eldgosinu – „Hver ól þau upp?“