fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Algjörlega misboðið vegna 374% hækkunar kattaleyfisgjalds – „Er sú ormahreinsun úr gulli?“

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 5. maí 2022 13:27

Innikisurnar hennar Guðnýjar Maríu, þeir Vinur og Freddie.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leyfisgjöld fyrir ketti hækka gífurlega milli ára í Norðurþingi. Í fyrra var gjaldið 3.931 krónur en er núna komið upp í 14.719 krónur sem er hækkun upp á 374%. Engin þjónusta bætist við samhliða hækkuninni.

Lausaganga katta er bönnuð í Norðurþingi og hefur verið um árabil. Fólk þarf því að greiða tæplega 15 þúsund krónur á ári fyrir hvern kött sem er alfarið inni á heimili þess.

Guðný María Waage er búsett á Húsavík og á tvo ketti. Vinur er 17 ára og Freddie er árs gamall. Hún fékk nýverið reikning vegna leyfisgjalda fyrir árið og er henni gert að greiða tæplega 30 þúsund krónur fyrir kettina tvo. Og henni er algjörlega misboðið.

„Húsvíkingar sjá mikið eftir því að hafa skráð kisurnar sínar. Ég er hrædd um að núna muni enginn skrá köttinn sinn í Norðurþingi enda er þetta hæsta kattaleyfisgjald á Íslandi,“ segir hún.

Guðný er formaður Félags hundaeigenda á Húsavík og hefur sem slíkur sterka skoðun á leyfisgjöldum á dýrum í sveitarfélaginu. Einu skýringarnar á hækkun kattaleyfisgjaldsins er að það hafi verið hækkað til að vera meira í takt við hundaleyfisgjaldið sem er um 15 þúsund krónur. Fyrir tvo ketti og einn hund þarf hún því að borga um 44 þúsund krónur.

Ekkert gjald á höfuðborgarsvæðinu

Hún lagðist í rannsóknarvinnu og komst að því að Siglufjörður og Ólafsfjörður komast næst Norðurþingi þegar kemur að upphæð kattaleyfisgjalda en þar er gjaldið 11.510 krónur. Sem dæmi frá öðrum stöðum má nefna að á Akureyri er skráningargjald katta 2500 krónur og leyfisgjaldið 2500 krónur, í Fjarðabyggð er gjaldið 5.163 krónur en það lækkar um 50% þegar búið er að gelda köttinn. Ekkert þarf hins vegar að greiða fyrir ketti á Stór-höfuðborgarsvæðinu eða í Reykjanesbæ. Norðurþing er síðan eina sveitarfélagið þar sem lausaganga katta er bönnuð en sem kunnugt er er stefnt að því að brátt verði lausaganga katta á Akureyri bönnuð að næturlagi.

Innifalið í leyfisgjaldi katta er ormahreinsun en hún var líka innifalin fyrir hækkun en ormalyf kostar undir þúsund krónum í apóteki.

Aðstaðan sem Guðný María hefur útbúið fyrir kisurnar sínar.

40 þúsund króna sekt ef óskráður köttur er handsamaður

Ef hundur eða köttur er handsamaður þar sem dýrið gengur laust þarf eigandi að borga 10 þúsund krónur, en 20 þúsund krónur í annað skipti sem það gerist. Ef óskráður hundur eða köttur er handsamaður þarf að greiða 40 þúsund krónur. Í fréttum frá 2020 kemur fram að eigendur katta sem eru handsamaðir á Húsavík geti átt von á 5 þúsund króna sekt en hún geti hækkað upp í 10 þúsund krónur við endurtekin brot.

Guðný María vakti athygli á hækkun leyfisgjaldsins í spjallhópi kattaeigenda á Facebook og er fólki þar einnig misboðið. Meðal athugasemda eru:

„Og fyrir hvað eru þá kattagjöldin ef að einungis innikettir eru leyfðir? Finnst það bull að þurfa borga fyrir enga þjónustu“

„Mér finnst þetta álíka og að borga bílastæða gjald, en þú ert ekki með aðgang að stæðinu og það er ekki í boði að vera með aðgang að stæðinu“

„Ég sé ekki alveg hvernig þeir geta réttlætt þetta eða bara hvernig þeir geta ætlast til að fólk borgi þetta. Þeir eru að rukka fólk fyrir að vera með kött inná einkalóð.“

Margir segja Guðnýju að fá sundurliðun á gjaldinu sem hún segist hafa gert og bendir þar á að innifalin sé ormahreinsunin: „9540 kr fyrir ormahreinsun. Er sú ormahreinsun úr gulli???

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik