fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Frosti kominn í ótímabundið leyfi frá Sýn og SÁÁ

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 17. mars 2022 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Loga­son, dag­skrár­gerðar- og sjón­varps­maður á Stöð 2, er kom­inn í leyfi frá störf­um. Þetta gerist í kjölfar þess að Edda Pétursdóttir, fyrrverandi kærasta Frosta, kom fram í hlaðvarpinu Eigin konur og sagði frá andlegu ofbeldi af hans hálfu. Hún sagði hann til að mynda hafa tekið sig upp í kynferðislegum athöfnum án þess að hún vissi og að hann hafi svo hótað að dreifa því.

Sjálfur steig Frosti svo sjálfur fram í gær og gekkst við ofbeldinu. „Ég vil taka það skýrt fram að ég tek fulla ábyrgð á minni hegðun og rengi ekki upp­lif­un henn­ar,“ sagði hann í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook-síðu sinni.

Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Sýn, staðfesti að Frosti væri kominn í leyfi í samtali við mbl.is. Þórhallur segir að Frosti hafi óskað eftir því að fara sjálfur í ótímabundið leyfi. Þá segir hann einnig að málið hafi verið til umræðu þegar Frosti bað um að fara í leyfi. Þórhallur segist ekki geta sagt til um hvort Frosta verði sagt upp en að málið sé ennþá í skoðun.

Frosti hefur undanfarið verið einn af dagskrárgerðarmönnum þáttarins Ísland í dag á Stöð 2. Þá var hann einnig einn af stjórnendum útvarpsþáttarins Harmageddon sem útvarpað var á X-inu 977. Þátturinn hætti þó störfum í þeirri mynd í fyrra en snéri fljótlega aftur til baka í hlaðvarpsformi.

Uppfært kl. 16:35:

Frosti situr í stjórn SÁÁ en hann er einnig kominn í leyfi frá störfum sínum í stjórn samtakanna. Þetta staðfesti Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ, í samtali við DV.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat