fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Telur að Rússar geti haldið hernaði áfram í þrjár vikur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. mars 2022 06:07

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk stjórnvöld hafa tekið rússneska fjölmiðla kverkataki til að stýra fréttaflutningi af innrás Rússa í Úkraínu. Allt önnur mynd er dregin upp af gangi stríðsins í rússneskum fjölmiðlum en fjölmiðlum utan Rússlands. Rússneski herinn hefur orðið fyrir miklu mannfalli og tjóni í stríðinu en þessum upplýsingum er haldið leyndum fyrir rússneskum almenningi.

Með nýjum lögum sem gera refsivert að segja aðrar fréttir af stríðinu en rússnesk yfirvöld hafa samþykkt sést berlega að rússnesk stjórnvöld hafa ekki mikla trú á gangi innrásarinnar sem hefur ekki gengið eins og lagt var upp með.

Nú standa Rússar vinafáir á alþjóðavettvangi og eru beittir hörðum refsiaðgerðum. Margra ára uppbygging sambanda og tengslaneta á alþjóðavettvangi er að engu orðin og fáir vilja hafa nokkuð saman við þá að sæla.

Micheal Kofman, hjá bandarísku hugveitunni CNA í Washington, telur að Rússar eigi á hættu að geta þeirra til hernaðar í Úkraínu verði orðin ansi lítil eftir um þrjár vikur. Hann segir að miðað við þau vandamál sem þeir hafa glímt við í birgðaflutningum og að áætlanir þeirra hafi ekki gengið eftir þá séu um þrjár vikur í að hersveitir þeirra verði örmagna og geti ekki barist lengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlendur síbrotamaður sem fór huldu höfði rekinn úr landi

Erlendur síbrotamaður sem fór huldu höfði rekinn úr landi