fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Fréttir

Sólveig segir Halldóru nota „viðbjóðslega aðferð“ – „Allt uppspuni og lygar“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 7. mars 2022 16:50

Til vinstri: Sólveig Anna -Til hægri: Halldóra Sigríður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, nýendurkjörinn formaður Eflingar, er allt annað en sátt með þau orð sem Hall­dóra Sig­ríður Sveins­dótt­ir, formaður Bár­unn­ar og þriðji vara­for­seti ASÍ, lét falla í viðtali við mbl.is í dag.

Rætt var við Halldóru vegna fréttaflutnings um vefsíðugerð Andra Sigurðssonar fyrir Eflingu. Fjallað hefur verið um að Andri hafi fengið rúmlega 20 milljónir fyrir vefsíðugerðina en forysta Eflingar hefur verið gífurlega gagnrýnd fyrir þau viðskipti. „Ef það er verið að brjóta lög er það mjög al­var­leg­ur hlut­ur,“ sagði Halldóra meðal annars um málið.

Sjá einnig: Sósíalistinn Andri sem berst gegn spillingu fékk yfir 20 milljónir fyrir að hanna vefsíðu Eflingar – Tók þrjú ár í verkið en kláraði það ekki

Sólveig Anna tekur ekki vel í þessi orð Halldóru en hún segir að með þessu sé hún að taka þátt í „viðbjóðslegri aðför“ gagnvart Viðari Þorsteinssyni, fyrrum framkvæmdastjóra Eflingar, vefhönnuðinum Andra og sér sjálfri.

„Þriðji varaforseti ASÍ mætir í viðtal hjá Mbl.is með nákvæmlega ekkert í höndunum nema ósannar ásakanir starfandi formanns Eflingar! Þriðji varaforseti ASÍ er tilbúin til að ráðast að fólki með ósönnum grafalvarlegum ásökunum um refsiverða háttsemi og glæpi!“ segir Sólveig í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag.

Í frétt mbl.is segir Halldóra að ASÍ ætli að bíða og sjá hvað komi út úr rannsókn á málinu innan Eflingar en Sólveig segir að enginn frá Eflingu eða ASÍ hafi haft samband við Viðar eða sólveigu vegna málsins. „Ekki einn tölvupóstur borist og ekki eitt símtal. Enda er þetta mál allt uppspuni og lygar frá starfandi formanni félagsins. Nákvæmlega ekkert annað,“ segir Sólveig.

„En það stoppar ekki Halldóru; nei, hún er til í að taka þátt í enn einni aðförinni að mannorði Viðars og mínu. Hún er til í að vera ein af þeim sem notast við hina viðbjóðslegu aðferð hinna siðlausu: að ljúga bara nógu mikið og oft um fólk í þeirri vissu um að allavega einhverjir muni trúa ógeðinu.“

Að lokum segir Sólveig að í „andstyggð og rugli“ sé greinilega enginn botn til staðar. „Þegar ég hélt að botninum væri mögulega náð í andstyggð og rugli þarf ég að horfast í augu við að það er auðvitað enginn botn til staðar. Hatrið og heimskan eru bókstaflega óendanlegar uppsprettur fyrir hin siðferðilega takmörkuðu til að drekka af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Í gær

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“
Fréttir
Í gær

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna
Fréttir
Í gær

169 einstaklingar sem finnast ekki

169 einstaklingar sem finnast ekki
Fréttir
Í gær

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki