Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum fékk rúmar 20 milljónir greiddar til að hanna nýja vefsíðu Eflingar. Þetta kemur fram í nýrri frétt Fréttablaðsins.
Fram kemur að Viðar Þorsteinsson, þáverandi framkvæmdastjóri Eflingar, réð Andra í verktakavinnu fyrri hluta ársins 2019 en Andri á og rekur fyrirtækið Sigur vefstofu ehf. Þá er hann einnig þekktur fyrir aðkomu sína að Jæja-hópnum sem berst gegn spillingu. Á Facebook síðu hópsins birtast reglulega færslur að lýsa yfir stuðningi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur í formannsbaráttunni Eflingar.
Andri starfaði að verkinu í þrjú ár en naut utanaðkomandi fyrirtækisins til að ljúka verkinu en kostnaður var mun meiri en ráðgert var. Þá gekk verkið hægt og þurftu starfsmenn Eflingar að ganga á eftir Andra til að fá nákvæmar tímaskýrslur. Voru nokkur dæmi um að Andri hafi sent reikninga sem ekki voru sundurliðaðir og þegar beðið var um skýringar voru reikningar leiðréttir.
Mál Andra var til umfjöllunar á trúnaðarráðsfundi Eflingar kvöldið 16. febrúar. DV sendi fyrirspurn vegna málsins til Lindu Drafnar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Eflingar, en svör hafa ekki borist.