fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Rússar tilkynna fyrirhugaða árás í Kænugarði – Biðla til íbúa að forða sér

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. mars 2022 16:11

Vladimir Putin er forseti Rússlands. mynd/getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur gefið út viðvörun til íbúa Kænugarðs um fyrirhugaða árás á stofnanir í borginni. Um er að ræða byggingu sem húsir leyniþjónustu Úkraínu (SBO) og það sem kallað er PSO miðstöðin (72nd Center for Information and Psychological Operations – PSO).

„Til að koma í veg fyrir upplýsingaárásir gegn Rússum mun Kænugarður verða fyrir hárnákvæmum vopnum,“ segir í yfirlýsingu samkvæmt rússneska miðlinum TASS. Eins er biðlað til íbúa í nágrenni þessar stofnanna að yfirgefa heimili sín.

Talið er að þarna séu Rússar að vísa til fjarskiptastöðva.

Clarissa Ward hjá CNN segir að þessi aðgerð komi ekki á óvart.

„Þetta kemur ekki á óvart því fólk hefur verið að búa sig undir aukna hörku í innrás Rússa. Þar til núna hafa flestar árásir beinst að jaðri borgarinnar. En nú virðist sem að átökin séu að færast í átt að miðborginni eins og margir hafa óttast.“

Rúmlega 60 km löng bílalest er nú komin að jaðri Kænugarðs samkvæmt gervihnattarmyndum. Rússar hafa ítrekað haldið því fram að innrás þeirra beinist ekki að óbreyttum borgurum og innviðum í landinu en samfélagsmiðlar, gervihnettir og staðsetningartæki hafa sýnt fram á annað.

Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er áætlað að minnst 102 óbreyttir Úkraínubúar hafi látið lífið í átökunum og minnst 304 séu særðir, en talið er raunveruleg tala sé mun hærri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK