fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Siðanefnd HÍ sagði af sér – Segir trúnaðarbrest hafa orðið milli sín og rektors

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. febrúar 2022 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siðanefnd Háskóla Íslands (HÍ) sagði nýlega af sér og ber við trúnaðarbresti á milli nefndarinnar og Jóns Atla Benediktssonar, háskólarektors. Ástæðan er að Jón Atli greindi frá þeim skilningi sínum að nefndin hefða enga lögsögu í máli Bergsveins Birgissonar rithöfundar gegn Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra. Bergsveinn hefur sakað Ásgeir um ritstuld.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Morgunblaðið hefur yfirlýsingu frá siðanefndinni undir höndum en í henni segir að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli hennar og rektors og að hann hafi lýst eigin skoðun á málavöxtum.

Þessu vísaði Jón Atli á bug í samtali við Morgunblaðið og sagðist ekki hafa haft nein afskipti af málinu og það sé ekki á hans borði. Hann sagðist hafa fengið fyrirspurn frá öðrum aðilanum, sem er í launalausu leyfi frá HÍ, um réttarstöðu hans og hafi hann svarað því bréfi eins og honum beri að gera. Í því felist ekki að hann hafi nein efnisleg afskipti af málinu.

Þegar málinu var skotið til siðanefndarinnar taldi hún að það félli undir hana því seðlabankastjóri væri í „virku ráðningarsambandi“ við HÍ þótt hann sé í launalausu leyfi. Eftir að Jón Atli komst að annarri niðurstöðu taldi nefndin sér ekki sætt lengur.

Í siðanefndinni sátu Skúli Skúlason, formaður, Henry Alexander Henrysson og Sólveig Anna Bóasdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað