fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Eitraðar skápaköngulær gætu numið land hér á landi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. febrúar 2022 06:15

Skápakönguló. Mynd:Erling Ólafsson/Facebook/Heimur smádýranna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er útilokað að skápaköngulær (Steatoda grossa) nemi land hér á landi. Nýlega fannst ein slík á lager vefverslunar einnar í Reykjavík. Köngulær þessarar tegundar líta í fljótu bragði út eins og ekkjuköngulær. Eru svartar og með gljáandi útblásinn afturbol og fótaburðurinn er sá sami. Hún getur bitið ef fiktað er í henni en kýs þó frekar að leggja á flótta ef hún er áreitt og er alls ekki árásargjörn.

Þetta segir í umfjöllun Erling Ólafssonar, náttúrufræðings, á Facebooksíðunni Heimur smádýranna. Hann segir lítið því til fyrirstöðu að þessi tegund nemi land hér á landi í framtíðinni. Tegundin finnst um allan heim og í Evrópu allt norður að okkar breiddargráðum.

En til að hún nemi hér land þarf hún að berast hingað í einhverjum mæli segir Erling í færslunni. Hann segir að bit hennar séu merkjanleg og eituráhrifa gæti en þau líði fljótt hjá. Annars sé skápaköngulóin hættulaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“